Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Side 55

Læknaneminn - 01.04.1999, Side 55
Hvernig hefur ráöningarkerfi Félags læknanema reynst þér? (Aöeins þeir sem hafa boðið út stöður, n=42) Mynd 2 gangsröð. Allir félagsmenn af 4., 5. og 6. ári eru dregnir út. Þeir sem mæta á mánaðarlega ráðningar- fundi ganga fyrir um stöður sem komnar eru inn fyr- ir fundinn. Þar fyrir utan er félagsmönnum heimilt að vinna sem læknar í allt að 48 klst. í hverjum mánuði án þess að það fari gegnum ráðningarkerfið en er þó skylt að tilkynna það ráðningarstjóra sem heldur utan um alla vinnu félagsmanna. Meðal þess sem læknanemar hafa rætt varðandi ráðningarkerfið undanfarin misseri eru ráðningar- gjöldin. Hér er rétt að víkja nokkrum orðum að ráðn- ingargjöldunum þar sem þau voru lækkuð í haust, en um reglugerð F.L. um ráðningar ætlum við ekki að fjalla frekar hér, en hana er hægt að skoða á heima- síðu F.L. A stjórnarskiptafundi í september sl. var samþykkt tillaga ráðningarstjóra um lækkun ráðning- argjalda fyrir sjúkrahússtöður. Ráðningargjöld eru nú kr. 1800 fyrir mánuð í stöðu heilsugæslulæknis og kr. 1200 fyrir mánuð í stöðu á sjúkrahúsi. Ráðningar- gjöld fyrir sjúkrahússtöður voru því lækkaðar um kr. 300 fyrir mánuðinn og á þann hátt aukið samræmi milli launa fyrir mismunandi stöður annars vegar og ráðningargjalda hins vegar. Ráðningargjöldum er ætl- að að standa straum af kostnaði vegna ráðningarkerf- isins en staðreyndin er sú að þau hafa einnig skilað tekjum umfram það inn í rekstur F.L. Sumum hefur þótt óeðlilegt að ráðningargjöld standi straum af öðr- um kostnaði F.L. en þeim er hlýst af ráðningarkerf- inu. Þetta er vissulega umdeilanlegt og slík sjónarmið í sjálfu sér vel skiljanleg. Það er hins vegar skoðun okkar að þetta sé lágt gjald fyrir það að fá stöður svo að segja fyrirhafnarlaust upp í hendurnar. Auk þess má benda á að mikil vinna er að starfrækja slíkt kerfi og kostnaður við það fer vaxandi. Þekkir þú hina svokölluðu 48 klst. reglu í reglugerð Félags læknanemaum ráðningar? Mynd 3 Skólaárið 1998 til 1999 var nokkuð merkilegt hvað varðar ráðningarkerfið vegna þess að þá ákváðu nokkrir 6. árs læknanemar að standa utan F.L. og þar með ráðningarkerfisins. Þetta fór almennt fremur illa í fólk, en uppgefin ástæða þess að viðkomandi lækna- nemar ákváðu að vera utan félagsins var gömul og alltof mikið notuð lumma, þ.e. ráðningarkerfið er heimskulegt, læknanemar verða af vinnu vegna þess, iæknar fá ekki afleysingu vegna þess o.s.frv. Þetta var náttúrulega bráðalvarlegt mál og í kjölfar þessa klofnings fannst okkur ráðningarstjórum, ásarnt Þor- varði Jóni Löve, þáverandi formanni F.L., rétt að stal- dra aðeins við og skoða málin. Læknanemar hafa mikið rifist um það hvort læknar séu ánægðir eða óá- nægðir með ráðningarkerfið. Menn hafa fullyrt hitt og þetta um afstöðu lækna og oft verið heitt í hamsi, t.d. á aðalfundum F.L., en þetta atriði hefur ekki ver- ið kannað skipulega áður. En við þrír gerðum einmitt það. Utbúinn var spurningalisti varðandi ráðningar- kerfið sem síðan var sendur til lækna. Tilgangurinn var að kanna hvort í raun og veru væri jafn megn óá- nægja meðal lækna með ráðningarkerfið og sumir læknanemar vildu (og vilja) halda fram. Spurninga- listinn var sendur til allra lækna sem ráðningarstjórar undanfarinna ára hafa sent auglýsingar varðandi ráðningarkerfið í þeim tilgangi að útvega læknanem- um vinnu. Svörun lækna var 51,1% í heildina - 94 spurninga- listar sendir út og 48 svör bárust til baka. Niðurstöð- ur könnunarinnar voru í senn athyglisverðar og ánægjulegar að okkar mati. Allir 48 sem svöruðu höfðu heyrt af ráðningarkerfinu og 47 kváðust þekkja tilgang þess. 47 voru þeirrar skoðunar að slíkt kerfi ætti rétt á sér meðal læknanema og 42 þeirra sem LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. érg. 51

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.