Læknaneminn - 01.04.1999, Page 56
Hafa læknanemar einhvern tíma oröiö af vinnu á þínum vinnustaö vegna
ósveigjanleika reglna ráöningarkerfis Félags læknanema?
Veit þaö ekki
15%
Mynd 4
Mynd 5
svöruðu höfðu boðið út stöður í gegnum kerfið. Mynd
I sýnir að yfirgnæfandi meirihluti lækna hefur verið
ánægður með þá afleysingu sem komið hefur í gegn-
um ráðningarkerfið. 7% þeirra sem höfðu boðið út
stöður í gegnum ráðningarkerfið höfðu ekki fengið
afleysingu. Mynd 2 er ekki síður ánægjuleg fyrir okk-
ur læknanema, en þar kemur fram að 86% lækna var
þeirrar skoðunar að ráðningarkerfið hefði reynst sér
vel eða oftast vel. Mynd 3 sýnir að læknar eru al-
mennt ekki meðvitaðir um hina sk. 48 klst. reglu í
reglugerð F.L. um ráðningar, þannig að ljóst er að
ráðningarstjórar þurfa að kynna hana betur fyrir
læknum. Mynd 4 sýnir að læknanemar hafa orðið af
vinnu þegar læknar hafa haft hug á afleysingu en ekki
viljað fá hvern sem er og þess' vegna ekki boðið út
viðkomandi stöðu. Mynd 5 sýnir að læknar munu
áfram nýta sér ráðningarkerfi F.L. í framtíðinni. Að-
eins 2% þeirra sem svara ætia ekki að gera það.
Þessi tímabæra könnun leiðir í Ijós svo ekki verður
um villst að læknar eru almennt ánægðir með ráðn-
ingarkerfi F.L., en það er einmitt alveg á skjön við
það sem hinir óánægðu læknanemar hafa hingað til
haldið fram.
En við gerðum meira en að kanna hug lækna til
ráðningarkerfisins - við héldum líka ráðstefnu fyrir
læknanema þar sem umræðuefnið var ráðningarkerf-
ið í víðum skilningi. Sú ráðstefna var haldin 22. mars
og var mjög gagnleg, þótt við hefðum gjarnan viljað
sjá fleiri þátttakendur. Aður höfðum við óskað eftir
því að læknanemar sendu inn það sem þeim lægi á
hjarta varðandi ráðningarkerfið. Slíkum ábendingum
söfnuðum við svo saman, sendum þær öllum á tölvu-
pósti og svo voru þessi mál rædd í umræðuhópum á
ráðstefnunni. Það er ljóst að læknanemar vilja að
ráðningarkerfið sé starfrækt og eru flestir sammála
um að megintilgangur og grundvallarhugmyndir þess
eigi fyllilega rétt á sér. Fólk var einnig sammála um
að nauðsynlegt væri að kerfið sé í sífelldri endur-
skoðun þannig að það sé sem réttlátast og vitaskuld
voru þátttakendur á ráðstefnunni ekki alltaf á einu
máli um alla hluti.
Megin niðurstaða ráðstefnunnar var í raun sú að
ekki væri ástæða til að breyta kerfinu í meginatriðum;
það þjónaði sínum tilgangi í grundvallaratriðum vel.
Niðurstaða viðhorfskönnunar sýndi að ekki er þörf á
róttækum breytingum til að mæta þörfum lækna þar
sem ekki var um að ræða umtalsverða óánægju.
Nokkuð var rætt um ýmis útfærsluatriði og fyrir aðal-
fund komu fram nokkuð víðtækar breytingartillögur
frá ráðningarstjórum sem voru að mestu unnar upp úr
niðurstöðum ráðstefnunnar.
Iðulega hefur langur tími farið í rifrildi um ráðning-
arkerfið á aðalfundum F.L. og aðalfundurinn sl. vor
var í sjálfu sér ekkert öðruvísi hvað það snertir. Ekki
komu aðrar breytingartillögur fyrir fundinn en þær
frá ráðningarstjórum og er skemmst frá því að segja
að breytingartillögurnar voru allar samþykktar, ýmist
óbreyttar eða betrumbættar af fundarmönnum. Við
teljum að reglugerðin hafi verið stórbætt á þessum
aðalfundi. Hún var gerð skýrari, opnari þar sem við á,
en um leið leitast við að loka fyrir glufur. Reynslan af
þessum breytingum það sem af er skólaárinu 1999 -
2000 er nokkuð góð og breytingarnar á reglugerðinni
hafa klárlega skilað árangri. Svo dæmi sé tekið hafa
læknar lýst yfir ánægju með þá nýbreytni að geta
boðið út svokallaðar blokkarstöður, þ.e. afleysingu í
52
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.