Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Side 58

Læknaneminn - 01.04.1999, Side 58
Er Egill Skalla- Grímsson endurborinn? Árni V. Þórsson Þór Árnason SJUKRATILFELLI Þriggja og hálfs árs drengur kom til skoðunar hjá barnalækni vegna bólumyndunar á höku og andliti. I sögu kemur fram að hann var fæddur eftir eðlilega meðgöngu og að fæðingin hafi einnig verið eðlileg. Hann hafði verið almennt hraustur. andlegur og lík- amlegur þroskaferiil eðlilegur, en verið töluvert ör og mikill fyrir sér. Við skoðun var hann 111 cm á hæð og 18 kg á þyngd. Vaxtarkúrfa sýndi að hraði lengdar- vaxtar hafði stöðugt aukist frá tveggja ára aldri Mynd 1. (mynd 1). í andliti og á höku voru nokkrar bólur sem minntu á gelgjubólur og fílapenslar á nefi. Ekki fannst hárvöxtur í holhöndum, enginn kynháravöxtur var til staðar. Bæði eistu voru í pung og mældust þau 1 ml að rúmmáli. Penis var yfir efri mörkum stærðar miðað við aldur. Ekki fundust önnur merki hormóna- áhrifa á kynfærum. Almenn líkamsskoðun var að öllu öðru leiti eðlileg. Rannsóknir sýndu eðlilegan blóðhag, sölt, kreatínín og lifrarpróf. Serurn 17-hýdroxýprógesterón mældist verulega hækkað 760 nmól/L (<6,4), DHEAs >0,81 pmól/L (eðlilegt). Serum andróstenedíón mældist 16,0 pmól/L (hækkað), serum testósterón 3,4 nmól/L (vægt hækkað), FSH 0,3, LH < 0,1, (hvoru tveggja lágt). Röntgen af vinstri hönd og úlnlið sýndu að beinald- ur var um það bil 8 ár þegar lífaldur var 3 ár og 8 mánuðir. Hann var útskrifaður á lyfjameðferð nteð tbl. corti- sone acetate 5 mg þrisvar á dag. Við síðustu skoðun rúmlega einu ári eftir að meðferð hófst, hafði vaxtar- hraði verið eðlilegur og að sögn móður var drengur- inn mun rólegri og auðveldari í meðförum. Blóðpruf- ur, m.a. 17-OH prógesterón, voru innan eðlilegra marka. UIVIRÆÐA Sjúkdómsgreiningin var adrenogenital heilkenni, án salttaps. Orsök sjúkdómsins er galli í ensíminu 21- hýdroxýlasi (1,2). Afleiðingin verður minnkuð um- setning 17 OH prógesteróns í 11-deoxýcortisól, og prógesteróns í deoxýcorticósterón. Arni er yfirlœknir á Barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Þór er lœknanemi á 4. ári 54 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.