Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Side 59

Læknaneminn - 01.04.1999, Side 59
Cortisól er það hormón frá nýrnahettum sem hefur mest afturhvarfsáhrif (feedback) á seyti ACTH. ACTH stýrir og örvar myndun stera í nýrnahettu- berki. Ef starfsemi 21-hydroxylasa er minnkuð eða ef enzymið er alveg óstarfhæft, minnkar framleiðsla cortisóls. Afleiðingin verður veruleg aukning í losun ACTH, sem eykur steraframleiðsluna þar lil kemur að „stíflunni" og leitar þá flóðið yfir í stera með svo- kallaða andrógen verkun (mynd 2). Skortur á 21- OHasa er mjög mismikill, allt frá því að vera algjör, í það að vera mjög vægur. Sjúkdómsmyndin er breyti- leg eftir því. Ef skortur á ensíminu er algjör, koma einkenni venjulega fram við fæðingu, með einkenn- um um saltbrenglun vegna skorts á aldósterón (hypo- natremia, hypokalemia). Auk þess eru börnin í veru- legri lífshættu, en þau eru í verulegri hættu á losti vegna skorts á cortisóli. Ef um er að ræða stúlkubörn verða venjulega verulegar breytingar á ytri kynfær- um, þ.e. samgróningar á labiae minorae og stækkun á clitoris (3). I vægari tilfellum er venjulega ekki skortur á aldósterón. Börnin fæðast eðlileg og eru hraust fyrstu mánuði eða ár ævinnar. Cortisól framleiðsla er þó ekki fullkomlega eðlileg og einkum við álag getur orðið veruleg hækkun á ACTH sem örvar sterafram- leiðslu, en vegna þess að 21-OHasi ræður ekki við alla þá framleiðslu, verður aukning einkum á 17- hýdroxýprógesterón, sem breytist síðan í „andrógen“ stera, sem leiðir til nokkurrar aukningar á þéttni testó- steróns í blóði. Testósterón er langvirkasta steraefna- sambandið sem hefur andrógen áhrif og veldur það m.a. aukningu á vaxtarhraða hjá börnum, ytri kyn- þroskaeinkennum eins og kynháravexti, stækkun á penis eða clitorisstækkun, en jafnframt bælingu á stýrihormónum heiladinguls FSH og LH. Ef þessi hormónaáhrif koma frá nýrnahettum hjá drengjum verður engin stækkun á eistum og má þannig oftast greina hvort kynþroskaeinkenni drengja eiga sér upp- tök í höfði eða annars staðar. (1,2,3) Andrógen hormón valda auknum beinþroska með verulega auknum vaxtarhraða. Börn með vægan skort á 21-OHasa greinast því oft vegna ytri kynþroskaein- kenna og hversu stór þau eru miðað við jafnaldra. Vegna mikillar hröðunar á beinþroska lokast vaxtar- línur gjarnan fyrr en ella og sé sjúkdómurinn ekki meðhöndlaður verða einstaklingar með 21-OHasa skort stundum fremur lágvaxnir sem fullorðnir. Andrógen hormónar valda „gelgjubólum" með því að innihald fitukirtla breytist og verður þykkt og seigt. Fitukirtlar stíflast og mynda fílapensla og síðan bólur þegar innihaldið nær ekki að hreinsast út. Rannsóknir síðari ára hafa leitt í Ijós að sjúkdómur- inn erfist víkjandi (autosomal recessive). Arið 1977 var sýnt fram á að 21-OH genið er staðsett á styttri LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg 55

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.