Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Page 62

Læknaneminn - 01.04.1999, Page 62
Kandídatsárið Oddur Steinarsson Töluverð umræða hefur verið í gangi um kandídatsárið að undanförnu. Forsaga þess er sú að þann 6. maí síðastliðinn undirritaði heilbrigðisráð- herra breytingu á reglugerð um kandídatsár sem fól í sér þriggja mánaða viðveruskyldu á heilsugæslu- stöðvum. Þetta var gert án fulltingis deildarráðs læknadeildar, þar sem málið hafði aðeins verið rætt en ekkert ákvarðað. Einnig var ekkert til um það hvernig heilsugæslustöðvar ættu að taka kandídata, hvaða laun kandídatar skyldu fá og fleira í þeim dúr. Þetta vakti því mikla óánægju hjá meginþorra lækna- nema, enda hafði ekkert verið talað við okkur um breytinguna, né deildar- og framhaldsmenntunarráð læknadeildar eða Félag ungra lækna. Lá það strax fyrir að sjúkrahúsin sættu sig illa við þessa breytingu og vaknaði því fljótlega sá orðrómur að lengja þyrfti kandídatsárið upp í 15 mánuði. Þetta teljum við læknanemar algerlega óásættanlegt, því við erum að útskrifast fremur seint úr læknadeild samanborið við nágrannalöndin. Stafar það af því að skólakerfið hér á landi er að útskrifa eldri stúdenta en gengur og gerist erlendis og úrtökupróf í deildinni valda því að meiri hluti læknanema er lengur en eitt ár að klára fyrsta árið. Lenging á kandídatsárinu yrði því til þess að við færum seinna í sérnám og styttir þannig starfsævi okkar sem sérfræðinga, sem er nógu stutt fyrir. Ymislegt hefur þó áunnist í haust í þessum málum innan deildarinnar. Framhaldmenntunarráð hefur gengið frá skilgreiningum um gæðakröfur lækna- deildar til kandídatsnáms á heilsugæslustöðvum, sem að okkar mati tryggja það ágætlega að faglegar for- sendur verði ráðandi hjá þeim heilsugæslustöðvum sem koma til með að taka kandídata, en ekki mönn- unarþörf þeirra. Hafa þessar skilgreiningar hlotið samþykki deildarráðs. Einnig sendi framhaldsmennt- unarráð frá sér tillögur um að heilsugæsluskyldan verði minnkuð niður í tvo mánuði og með þeirri breytingu sættist meirihluti ráðsins á að leggja til hliðar tillögur um lengingu kandídatsársins. Þetta var einnig samþykkt í deildarráði um miðjan nóvember. Telur undirritaður að tillaga þessi ætti að geta verið nokkuð ásættanleg fyrir alla málsaðila og vonast því til að ráðherra samþykki þessa málamiðlun sem fyrst. Launamálin eru enn á huldu enda er ekki til kjara- samningur á milli Félags ungra lækna og heilsu- gæslustöðvanna. Læknanemum þykir það sjálfsögð krafa að laun á heilsugæslustöðvum eigi að vera sam- kvæmt úrskurði kjaranefndar um heilsugæslulækna. Einnig er það okkar ósk að gildistöku reglugerðar- innar verði frestað um að minnsta kosti ár, því enn eru ýmis óleyst mál og að svo stöddu ríkir heldur ekki sátt um málið meðal hlutaðeigandi aðila. Sá tími er einnig kominn að verðandi læknar vilja fara að ganga frá sínum málum hvað varðar næsta ár sem ekki er hægt að svo stöddu. Ég tel að þegar gengið hefur verið frá lausum end- um í þessu máli sé mikilvægt að huga að endurskipu- lagningu á læknanámi hér á landi. Tel ég að stytta mætti námið auveldlega um */2 ár eða jafnvel heilt ár. Til dæmis er ýmislegt sem kennt er á fyrsta ári einnig kennt í menntaskólum og því tímaeyðsla að vera að endurtaka þetta fyrir nemendum. Einnig mætti hag- ræða kúrsum betur á efri árum þannig að tíminn nýtt- ist nemendum betur. I framhaldi af þessu væri þá kominn grundvöllur fyrir frekari breytingum á kandí- datsári og samræmingu þess við önnur Evrópuríki þannig að íslenskt lækningaleyfi hefði fullt gildi í Evrópusambandsríkjunum. Þetta tel ég vera réttu leiðina til breytinga enda byrjað á grunninum en ekki endanum. Höfundur er formaður Félags lœknanema 58 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.