Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Page 70

Læknaneminn - 01.04.1999, Page 70
ÚTDRÆTTIR FYRIR RANNSÓKNARRÁÐ- STEFNU LÆKNANEMA. VOR 1999. MÓTEFNAMYNDUN f EINUM RAUÐUHUNDAFARALDRI Aðalbiörg Biörgyinsdóttir, Margrét Guðnadóttir prófessor Rannsóknarstofa HÍ í veirufræði Inngangur: Eftir að upp komst að rauðir hundar valda alvarleg- um fósturskemmdum ef móðir sýkist á fyrsta þringjungi meðgöngu var farið að gefa þessum annars skaðlitla sjúkdómi meiri gaum. Hér á landi var farið að bólusetja 12 ára stúlkur sem ekki höfðu mótefni gegn rauðum hundum árið 1977 og er það enn gert. Arið 1979 var hafin skipulögð leit að mótefnalausum konum á barns- eignaraldri og þeim boðin bólusetning. Sumarið 1989 var byrjað að bólusetja öll íslensk börn gegn rauðum hundum við 18 mánaða og 9 ára aldur. Efniviður og aðferðir: Skoðaður er árgangur stúlkna sem fædd- ar voru 1986. Fæstar stúlknanna hafa verið bólusettar við rauðum hundum en þær sem fengið hafa bólusetningu eru undanskildar í rannsókninni. Mótefnamælingar eru gerðar með HIG prófum (Haemolysis In Gel) ýmist úr heilblóði úr eyra eða úr sermi. Niðurstöður: Mótefni 1529 stúlkna reiknast með í rannsókn- inni. 621(40.6%) höfðu neikvæða mótefnasvörun en auk þeirra voru mótefni 92(6%) of lág til að veita vernd. Þarf því að bólusetja 713 (46.6%). Verndandi mótefni fundust hjá 816(53.4%) . Umræða: Arið 1989 var byrjað að bólusetja 18 mánaða börn gegn rauðum hundum. Argangurinn 1986 er því seinasti árgangur- inn sem ekki fékk þessa bólusetningu. A þeirra ævi hefur aðeins geysað einn rauðuhundafaraldur á Islandi, á árunum 1992 til 1996. Einstakt er að hafa svo stóran hóp og nákvæmar upplýsingar um útsetningu hans fyrir veirunni. Mikilvægt er að vita hver mótefna- svörun við náttúrulega sýkingu er og hve stór hluti landsmanna sýkist í einum faraldri. Þekking á mótefnasvörun við bólusetning- ar og hve lengi hún endist er einnig mikilvæg. Þessar upplýsingar gera kleyft að álykta raunverulega áhættu þess að verðandi mæður sýkist á meðgöngu og fæði börn með congenital rubella syndrome. ANGIOTENSIN II OG JNK-MAPKÍNASA ÖRVUN í ÆÐAÞELSFRUMUM Anna Guðmundsdóttir1. Kristfn Magnúsdóttir2, Haraldur Halldórsson2, Guðmundur Þorgeirsson2-3 1 Læknadeild Háskóla Islands, 2 Rannsóknarstofa HI í lyfjafræði, 3 Lyflækningadeild Landspítalans Inngangur: Æðaþelið stýrir vexti og þroska fruma í æðavegg og viðheldur jafnvægi milli storkukerfts og segaleysandi kerfis. Truflun á þessari starfsemi æðaþels getur leitt til æðakölkunar og segamyndunar. MAPkínasar (mitogen activated protein kinases) sem stjórna vexti og þroska fruma gegna þarna lykilhlutverki. JNK (c-jun-N-terminal kinase) er einn þeirra. Hann virkjast, með fos- fórun, við cytokín og „stress-áreiti". Fosfóraður JNK örvar tján- ingu gena sem stýra vexti og dauða (apoptosis) frumunnar. Angiotensin II örvar sléttvöðvafrumur í æðavegg. Ahrif Angll á æðaþelsfrumur hafa lítið verið könnuð. A æðaþelsfrumum eru a.m.k. tvær gerðir Angll viðtaka. Angll-1 sem lyfið lozartan hindr- ar og AngIl-2 sem PD123319 hindrar. AngII-1 veldur vexti og þroskun á frumum. Óljósara er hverju AngIÍ-2 viðtakinn miðlar. Hann virðist hindra svar frá Angll-1 viðtakanum. Ahrif angiotens- in II á æðaþelsfrumur fara því eftir samanlögðum áhrifum á báða viðtakana. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif angiotensins II á JNK og bera saman við thrombin- og histamínvirkjun hans. Einnig var kannað gegnum hvaða viðtaka angiotensin II virkjar JNK með því að nota hindrana lozartan og PD123319. Efni og aðferðir: Æðaþelsfrumur voru ræktaðar úr nafla- strengsbláæðum úr mönnum. Frumurnar voru örvaðar með thrombini, histamíni og angiotensini II og fosfórun á JNK könnuð með SDS-PAGE rafdrætti og immunoblotti með mótefnum gegn fosfóruðum JNK. Niðurstöður: Angiotensin II virkjar JNK í æðaþelsfrumum úr naflastreng við lífeðlisfræðilegan styrk angiotensin II. Angiotensin II veldur ekki örvun á ERKl/2 MAPkínasa við sama styrk. Thrombin og histamtn valda meiri örvun á JNK en angiotensin II. Tt'maferlar JNK virkjunar eftir örvun agónistanna þriggja eru ólík- ir. Ekki tókst að sýna fram á að angiotensin II virkaði gegnum neinn einn viðtaka. Alyktun: Angiotensin II veldur JNK-örvun í æðaþelsfrumum. Mismunandi tfmaferlar Angll, thrombins og histamíns benda til þess að þau virkji JNK eftir mismunandi boðleiðum. Það að ekki tókst að sýna fram á að Angll virkaði gegnum neinn einn viðtaka bendir til þess að flókið samspil sé á milli Angll við- takanna. RANNSÓKN Á TÍÐNI MÉNIÉRE’S SJÚKDÓMS MEÐAL ÍSLENDINGA, MEÐFERÐ OG BATAHORFUR Anna Biörg Jónsdóttir1. Hannes Petersen2, Sigurður Stefánsson2 'LHÍ, 2Háls-, nef- og eyrnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Méniére’s sjúkdómur er sjúkdómur t' innra eyra sem einkennist af svimaköstum, suði í eyranu og sveiflukenndri heyrnarskerðingu. Orsök sjúkdómsins er óþekkt en meingerð hans felst í truflun á vökvaflæði í innra eyranu. Tíðni Méniére’s sjúkdóms er mjög mismunandi milli landa og hefur það vakið grunsemdir um að það sé eitthvað í umhverfis- eða erfðaþáttum viðkomandi þjóðar sem hafi áhrif á sjúkdóminn. Eng- ar tölur eru til um tíðni Méniére’s sjúkdóms á Islandi en það hefur verið tilfinning þeirra sem vinna með svimavandamál á Islandi, að fáir séu haldnir þessum sjúkdómi. Efniviður ug aðferðir: Farið var í gegnum allar svimarann- sóknir sem gerðar voru á Háls-, nef- og eyrnadeild SHR á árunum 1994-1998. Einnig var farið yfir Méniére’s geiningar á Heyrnar- og talmeinastöð íslands fyrir þessi sömu ár. Göngudeildarnótur þess- ara sjúklinga voru skoðaðar og athugað hvort saga og skoðun sam- ræmdist greiningunni Méniére’s sjúkdómur. Þeim sem voru með örugga greiningu, svo og þeim sem hugsanlega gætu haft sjúkdóm- inn voru sendir spurningarlistar. 66 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.