Úrval - 01.05.1963, Síða 6
Þegar þú flýrð undan freisting-
unni, skaltu gæta þess vel að skilja
ekki eftir nýja heimilisfangið þitt.
•
Eiginkonan: „Var það ekki and-
styggilegt að sjá, hvernig þessir
karlmenn störðu á vesalings stúlk-
una, þegar hún var að stíga upp
í lestina?“
Eiginmaðurinn: „Hvaða lest?“
•
Eiginmaðurinn við nýju vinnu-
konuna: „Af hverju sögðuð Þér
húsmóður yðar, hvenær ég kom
heim í nótt? Ég var búinn að biðja
yður um að gera það ekki?“
„Nú, ég gerði Það ekki!“ svar-
aði vinnukonan. „Frúin spurði
mig, hvenær þér komuð inn, og ég
sagði henni bara, að ég hefði ver-
ið svo önnum kafin við að taka til
morgunverðinn, að ég hefði ekki
mátt vera að því að líta á khnhh-
una.“
•
Á dögum gömlu hestvagnanna
og ójöfnu götusteinanna var það
eitt sinn, að hálmi hafði verið
dreift á götuna fyrir utan hús
nokkurt til þess að draga úr
hávaða vagnhjólanna. Kona nokk-
ur kom gangandi eftir götunni
ásamt lítilli dóttur sinni.
„Af hverju hefur þessi hálmur
verið látinn á götuna, mamma?"
spurði barnið. Mamma hennar
sagði henni, að konan i húsinu
væri nýbúin að fá smávegis send-
ingu; hún hefði eignazt litið barn.
Sú litla horfði um stund á allan
hálminn og sagði svo að lokum:
„Það er naumast, að því hefur
verið pakkað vel inn!“
•
Gamla konan við unga lækninn:
„O, þér skuluð ekki vera að reyna
að segja mér, að það gangi ekkert
að mér, ungi maður. Sko, ég var
orðin heilsulaus, löngu áður en
þér fæddust."
•
Það þurfti að gera við loftið í
kirkjunni, en formaður safnaðar-
nefndar áleit, að það lægi ekkert
á því. Það var kallaður saman
fundur, og var hann haldinn í
kirkjunni. Þegar verið var að ræða
mál Þetta, datt múrbrot niður í
höfuðið á formanni safriaðarnefnd-
arinnar. Þegar hann hafði jafnað
sig eftir áfallið, reis hann á faet-
ur og sagði:
„Nú er ég loks sannfærður um,
að það verður strax að gera við
loftið. Ég skal meira að segja gefa
fimm sterlingspund sjálfur."
Þá lygndi presturinn aftur aug-
unum og bað heitt og innilega:
„Guð, ég bið þess, að þú ljóstir
hann aftur!“