Úrval - 01.05.1963, Síða 19
FIMM FVRÐUVERK . . .
ast á hafi úti, þar sem oft er
mikill öludgangur, straumar
skæðir, sjávarföllin stríð og felli-
byljir ekkert einsæmi.
Þessadr framkvæmdir eru al-
gerlega einstæðar i sinni röð. Og
hvernig má þetta verða. Göng
undir flóann voru of dýr og
óhentug að auki. Ekki þótti held-
ur ráðlegt að bvggja háar brýr
yfir skipaleiðum — sjóherinn
óttaðist, að ef brúin yrði sprengd
i ioft upp, myndi ófært inn að
Hampton Roads, þar sem eru
stórar bækistöðvar sjóhersins.
Svarið var því hentug samsetning
beggja: göng undir helztu skipa-
leiðum og brýr yfir minniháttar
skipaleiðum og loks lágar stöpla-
brýr, þar sem ekki myndu sigla
skip um. Allt mun þetta kosta
nálægt 140 milljón doliurum.
Frá Norfolk liggur lág stöpla-
brú 28 fetum yfir sjávarmáli og
um 6 km. á lengd. Hún liggur út
í eyju, en þaðan liggja svo göng
á hafsbotni, næstum tveggja km.
löng, út í aðra eyju, en þaðan
tekur svo við önnur- stöplabrú,
álíka löng og hin fyrri. Hún ligg-
ur yfir þriðju eyna, en þaðan
iiggja svo næstum tveggja km.
göng, sem koma upp á fjórðu
eynni. Þar tekur við um 8 km.
löng stöplabrú, en þá tekur við
geysimikil hengibrú, þar sem
skip sigla undir. Síðan tekur
stöplabrú við á ný, en sú breyt-
27
ist siðan í aðra hengibrú, heldur
minni en hina fyrri, og loks tekur
enn ein stöplabrú við alla leið
til Delmarva-skagans.
Það var svei mér heppilegt, að
þessar eyjar voru þarna fyrir
til að auðvelda framkvæmdir. Nei,
bíðum við — þær voru þarna
ails ekki, því að þær eru allar
gerðar af mannahöndum. Hver
þessara eyja er samansett úr IV2
milljón smálestum af sandi og
300.000 smálestum af grjóti.
Yfirleitt er grafið fyrir göngum,
en þessi sérstölcu göng eru byggð
á þurru landi — úr 37 geysimikl-
um, tvíveggja stálhólkum, sem
hver er næstum eins iangur og
fótboltavöllur og eins breiður
og gata. Sérhver hólkur er búinn
til á skipasmíðastöð í Texas,
hleypt af stokkunum eins og skipi
og dreginn allt að því 3000 km.
vegalengd til Norfolk i Virginia.
Þar er hólkunum komið fyrir í
heljarmikilli gjá, sem grafin hefur
verið' á hafsbotni. Steinsteypu úr
fijótandi blöndunarstöð er dælt
milli stálveggjanna, þannig að
hólkarnir sökkva. Þegar biiið er
að tengja alla hólkana, verða
vatnsheldir endarnir skornir
burt. Siðan verður unnið að því
að sjóða hólkana saman og setja
yfir þá þak, og þá er hægur vandi
að fara að snurfusa svolítið í
göngunum, setja upp raflýsingu
og hvaðeina.