Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 24
öruggt ráð tii megrunar
Nútíma læknisfræði tekur upp forna aðferð —
fullkomna föstu —, sem reynist hættulaus, sárs-
aukalaus og áhrifarík undir réttri handleiðslu.
Eftir Blake Clark.
EGAR Gerald Ball
var í menntaskóla,
var hann sex fet og
þrír þumlungar og
vóg 236 pund (ensk).
í háskólanum lék
hann knattspyrnu og borSaði þá
samkvæmt æfingatöflu, sem leyfSi
enga aukabita, og hélt sér þá í
235 pundum. En tíu árum siSar
var hann kominn upp i 300 pund,
og tíu árum þar á eftir í 365, þrátt
fyrir ýmsar megrunartilraunir.
„Þegar ég sé mat, missi ég allt
viljaþrek,“ segir hann. Hann vissi
að hann varS aS gera eitthvaS.
En hvaS?
Þegar hér var komiS, i marz
1960, tók hann þaS ráS, aS leggj-
ast inn í PensylvaníusjúkrahúsiS
í Philadelphiu, til þess aS gera
enn eina tilraun. Þar hafSi dr.
Garfield Dunnon og félagar hans
tekiS upp, að því er virtist, hörku-
lega aSferS viS offitu, þ. e. a. s.
algerlega föstu í tíu daga.
í tíu daga fékk Ball ekkert
nema vatn, te, kaffi og fjörefni.
Fyrstu tvo dagana var hann
svangur. En siSan ekki meir;
hann blátt áfram missti alla
matarlyst. Honum hafSi aldrei
liðiS eins vel síSan hann var í
háskóla. Á þessum tiu dögum
lagSi hann af 25 pund. Á næstu
27 mánuSum fór Ball þrisvar
sinnum í samskonar föstu í
sjúkrahúsinu og fastaSi auk þess
i tvo daga meS vissu millibili
upp á eigin spýtur. Hann hafSi
þá létzt um 93 pund, nærri því
pund á viku.
Helen Semmers hafSi einnig
átt viS offitu að stríSa. Á árunum
32
— Readcr's Digest