Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 27
ÖRUGGT RÁÐ TIL MEGRUNAR
35
'Þekktasti föstumaður á síðari
timum var Mahatma Gandhi, sem
í sinni hlutlausu andstöðu gegn
brezkum yfirráðum á Indlandi
fastaði 15 sinnum, þar af 3var
sinnum í 3 vikur. Yenjulega nærð-
ist hann á engu öðru en vatni,
stöku sinnum sítrónusafa. Enda
þótt hann yrði stundum svo mátt-
farinn, að hann gæti ekki lyft
gl'asi, var hugsun hans alltaf skýr,
og ekki vitað, að hann hafi orðið
fyrir neinu varanlegu heilsu-
tjóni.
Ef til vill hefur fasta aldre-i
verið athuguð jafn nákvæmlega
og hjá A. Levanzin, lögfræðingi
og útgefanda frá Möltu, sem taldi
sig, konu sína og tvö börn þeirra,
hafa læknað sig af alvarlegum
sjúkdómi með föstu. Arið 1912
kom hann í Carnegiestofnunina
í Boston og gaf sig undir föstu
og rannsókn í 31 dag. Levanzin
var fimm fet og 7 þumlungar og
134 pund á þyngd. Hann var
undir hinu nákvæmasta eftirliti
dag og' nótt og nærðist á engu
nema eirnuðu vatni. Heill skari
af sérfræðingum gerði á honum
dagleg próf og athuganir á líkam-
legu ástandi hans, líkamlegri og
andlegri líðan.
Eins og Levanzin hafði sjálfur
sagt fyrir, fann hann ekki fyrir
neinu hungri og hafði enga löng-
un í mat. Hann varð ekki var við
neinar þrauttir eða óþægindi í
kviðarholinu. Á ellefta degi fann
hann fyrir vöðvaþreytu, en á
fjórtánda degi hljóp hann niður
stiga erfiðislaust. Minni hans, sem
var athugað daglega, var jafn
traust síðasta daginn og þann
fyrsta.
Ari síðar var Levanzin rann-
sakaður vandlega aftur, til þess
að komast að raun um, hvort
hann hefði beðið nokkurn hnekki
af hinni iöngu sjálfsafneitun.
Hann reyndist jafn góður eða
betri við næstum öll prófin. Þeir,
sem rannsökuðu hann, létu svo
um mælt: „Það er ómótmælan-
leg staðreynd, samkvæmt rann-
sóknum, að hann hefur ekki hlot-
ið neitt varanlegt tjón af föst-
unni, hvorki á vöðvakrafti né
andlegri starfsemi.“
Svertingarnir í Pensylvaníu-
sjúkrahúsinu eru stórhrifnir af
árangrinum. En dr. Duncan var-
ar alvarlega við því, að leggja
nokkurn tírria út í föstu án eftir-
lits. Alger fasta getur orðið hættu-
leg hjá þujnguðum lconum, og
fyrir alla, sem þjást af skeifu-
garnarsári, lifrarsjúkdómum og
smitandi sjúkdómum. Flestir sem
fasta, verða máttfarnir og ættu
að vera undir læknis hendi að
minnsta kosti í fyrsta sinn, sem
þeir fasta.
Dr. Duncan sagði nýlega á
fundi í Ameríska læknafélaginu:
„Enda þótt alger fasta sé sérlega