Úrval - 01.05.1963, Qupperneq 28
36
ÚR VAL
árangursrík i erfiðum tilfellum
af offitu, má ekki beita henni af
handahófi. Það er með hana eins
og skurðaðgerðir og sterk lyf, að
þeim má aðeins beita með ströngu
úrvali og undir nákvæmu og hæfu
eftirliti.“
Hvernig reiðir svo sveltingun-
um af eftir nokkra mánuði?
Skýrslur yfir 57 sjúklinga sýna,
að eftir tvö ár hafa 37 þeirra
staðið i stað eða haldið áfram að
léttast. 10 hafa þyngzt aftur, en
ekki eins mikið og áður. Hinir
10 eru orðnir jafn þungir eða
þyngri. Þegar á það er litið, að
engin önnur aðferð hafði komið
þessum 57 að haldi, verða þetta
að teljast góð meðmæli með föst-
unni.
Læknir, sem var einn af þess-
um 57, sagði: „Þetta er góð að-
ferð til þess að koma hjólinu af
stað. Eftir föstuna er auðveldara
að leggja áætlun fyrir langa fram-
tíð, sem við getum lifað eftir, og
neytt aðedns hæfilegrar fæðu til
daglegra þarfa.“
Hrukkur sálarinnar.
Styrjaldarfréttaritari nokkur fann eftirfarandi orð í ramma
yfir skrifborði Mac Arthurs hershöfðingja: „Enginn verður gamall
af því að lifa vissan árafjölda. Maðurinn verður gamall, þegar
hann svíkur hugsjónir sinar. Húðin fser hrukkur þegar árin líða,
en sálin þegar hrifningin viðrast í burtu.
Það eru ekki árin, heldur áhyggjur, efi, þverrandi sjálfstraust
og ístöðuleysi, sem stöðvar hinn andlega vöxt.
Þú ert jafn ungur trú þinni, eins gamall og efasemdir þínar,
ungur eins og von þín, gamall eins og vonleysi þitt.
Á meðan móttökutæki þitt er í lagi og þú getur tekið á móti
boðum frá mönnum, jörðu og himni, um fegurð, skörungsskap
og kraft, ert þú ungur. En þegar allir hinir ósýnilegu símaþræðir
eru slitnir, þá ert þú gamall."
Herópið.
Auðnum má líkja við saltvatn; — því, meira, sem drukkið
er af því, því þyrstari verða menn.