Úrval - 01.05.1963, Page 31
ÞEGAR LITLI BRÓÐIR . . .
39
brennipunlitur, sem athygli eldri
biæðranna beindist að. Þeir
þutu til okkar og hættu ekki fyrr
en þeir feng'u okkur til þess
að skipta um bleyjur á honum
eða troða hann út af mat og
drykk, ef hann gaf frá sér smá-
vegis bofs.
Þeir ræddu vöxt hans, skýrðu
okkur frá sérhverju snillibragði,
sem hann náði valdi á, sérhverju
nýju hljóði, seni hann gaf frá
sér. Þeir skýrðu okkur frá því,
er lronum leið ekki fullkomlega
vel, og minntu okkur á van-
rækslu okkar, ef athygli okkar
beindist frá honum i nokkur
augnablik.
Svo stakk Mark upp á því dag
einn, að við Maxine skyldum
skreppa burt í stuttan tima og
láta þá Andrew hugsa um litla
bróður. Þetta var nú einum of
mikið. Við höfðum auðsýnilega
valdið því, að drengirnir lögðu
of hart að sér, gengu of nálægt
sér í tilraunum sinum til þess
að sætta sig' við návist krakk-
ans. Nú var kominn timi til þess,
að þeir horfðust í augu við stað-
reyndirnar. Ég ætlaði að útskýra
það fyrir þeim alveg' blákalt, að
það væri aðeins eðlilegt, að við
elskuðum Jeffrey litla alveg eins
mikið og þá, já, og að það sé
alveg eðlilegt, að eldri börn
finni til dálítillar afbrýðisemi
gagnvart nýju barni. Já, ég ætl-
aði að segja þeim, að við skild-
um það vel.
Ég kvaddi þvi drengina á
minn fund. „Setztu nú, Andrew,
og þú líka, Mark. Mamma og ég,
sko, við þurfum að segja svo-
litið við ykkur.“
Andrew leit íbygginn á Mark,
og Mark kinkaði kolli á móti.
Svo greip Andrew fram í:
„Heyrðu, pabbi . . . við vitum
vel, hvað þið ætlið að segja við
okkur, en við ætlum bara að
verða á undan ykkur og segja
svolítið við ykkur. Þið mamma
viljið ekki, að við látum svona
mikið með hann Jeff, af því að
þið eruð afbrýðisöm!“
„Hva... hva...?“ Ég leit á
Maxine, en sá, að hún var eigi
síður steinhissa en ég.
„Það er allt i lagi. Það gerir
ekkert til,“ hélt Andrew áfram.
„Ég býst við, að þið haldið bara,
að við elskum ykkur alls ekk-
ert lengur. En það gerum við nú
samt. Er það ekki, Mark?“
„Jú, svei mér þá!“ sagði Mark.
„Nú, hverjir aðrir ættu svo sem
að gefa okkur að éta?“
Og síðan fengum við Maxine
nokkra vel útilátna kossa, um
leið og Andrew lauk máli sinu:
„Æ, þið megið elcki vera önug
við hann Jeffrey litla. Ég þykist
bara vita, að honum þyki meira
gaman að litlum strákuin en
gömlu fólki.