Úrval - 01.05.1963, Qupperneq 36
44
ÚR VAL
hann gaf öllum hinar rcttu fyrir-
skipanir, jafnvel hváð minnstu
smáatriði snerti. Dag nokkurn
kenndi hann henni um lýðræðið.
Hann stöðvaði verkamann, er var
klæddur í tötra. Hann bar stein
á höfði og vatnsbelg' á öxl sér.
Atti hann erfitt með að bera hvort
tveggja. Salómon sneri sér að
drottningunni og spurði:
„Að hvaða leyti er ég þessum
manni fremri? Og' að hvaða leyti
er ég betri en þessi maður? Og
á hvern hátt á ég að telja mig
honum æðri, sýna honum og
sanna dýrð mína. Því að ég er
einnig maður, mold og aska, sem
verður hrátt að heimkynnum
orma og rotnunar, og samt virð-
ist ég nú vera slíkur, sem aldrei
muni deyja . . . En samt er þessi
maður sterkari og dugmeiri mér
við vinnu, því að guð gefur þeim
afl, sem aumir eru, ef honum
sýnist svo.“
Og er liann hafði dregið athygli
hennar að þessu, sagði hann
verkamanninum að halda áfram
við vinnu sina.
Ballcis dvaldi áfram í Jerúsal-
em til þess að mega vera i nánd
við Salómon. (í flestum sögum
þessum er drottningin nefnd
Balkis). Hún spurði hann allra
þeirra spurninga, er henni gátu
til hugar komið, og hann gaf
henni svör við þeim. Þau hljóta
að hafa kynnzt hvoru öðru mjög
vel. En Öll skiptí þeirra ein-
kenndust samt af formfestu.
Hann var mikill og máttugur kon-
ungur, og hún var drottning í
heimsókn.
Að lokurn fannst drottningunni,
að nú væri kominn tími til he-im-
ferðar. Hún hafði lært margt af
því, sem hún liafði óskað að læra,
og eftir rúmlega sex mánaða fjar-
veru þarfnaðist þjóðin hennar.
Hún sendi konungi því skilaboð
og skýrði honum frá því, að hún
ráðgerði að halda heimleiðis.
Salómon konungi varð hverft
við.
Líkt og mönnum er kunnugt,
var Salómon mjög veikur fyrir
aðdráttarafli kvenna. Hann átti
þúsund -eiginkonur, og fjögur
hundruð þeirra báru drottingar-
titil. Balkis var ógift, og hún var
ung' og mjög fögur. Auk þess
var hún mj ög gáfuð kona og mjög
aðlaðandi i framkomu. Hún hafði
lagt upp í langa og hættulega
ferð til þess að hitta Salómon. I
sex mánuði liafði hún búið i höll
hans, hafði talað við hann næst-
um daglega, hlusta á hann í auð-
mýkt af stakri þolinmæði. Og
honum hafði samt jafnvel ekki
dottið í hug að leita ástar hennar.
Og nú ætlaði hún að halda
heimleiðis.
Kebra Nagast segir söguna af
upphafi konungsfjölskyldu Eþí-
ópíumanna. Og samkvæmt bók