Úrval - 01.05.1963, Page 42
Ógleymanlegur maður
Kennari af
guðs náð
Eftir Ragnheiöi Jónsdóttur,
SUtWKliM
gflJMflílJMflg ANGÞRAÐA stundin
_ _Tjs var runnin upp og
JYl H námið að hefjast i
S Kennaraskólanum. —
ö Inntökuprófið var af-
staðið og ég vissi, að
það hafði gengið að óskum, enda
var það ekki þungt fyrir þá, sem
einhvern undirbúning höfðu.
Nú sátum við fyrstu bekking-
arnir fullir eftirvæntingar og bið-
um eftir, að kennararnir kæmu
til þess að setja okkur fyrir.
Svo komu þeir, hver á eftir
öðrum, kynntu sig og mæltu til
okkar nokkur orð. Þetta var
glæsilegur hópur og allt afburða
kennarar, hver á sínu sviði.
Skólastjórinn, séra Magnús Helga-
son, dr. Ólafur Daníelsson, Jónas
Jónsson og Sigurður Guðmunds-
son magister.
Ég leit upp til þeirra með ótta-
blandinni aðdáun og fann til
smæðar minnar og' fáfræði. Sér-
staklega varð mér þó starsýnt á
Sigurð Guðmundsson. Hann snar-
aðist inn úr dyrunum, og það
fylgdi honum meiri gustur en
hinum kennurunum. Hann gretti
sig ferlega á móti sólinni, sem
skein inn um gluggann, og hvessti
svo á okkur augun undan loðnum
brúnum.
— Ég á að kenna ykkur is-
lenzku, sagði hann, og ég ætlast
til, að þið stundið námið af kost-
gæfni, enda veitir ykkur ekki