Úrval - 01.05.1963, Page 43
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
51
af. ÞaS var hörmuleg frammi-
staða á inntökuprófinu hjá mörg-
um ykkar, og nokkrir voru svo
tæpir, að það var eingöngu fyrir
góðsemi skólastjórans, að þeir
voru teknir.
Hann þagnaði skyndilega og
virtist gleyma stund og stað. Ég
horfði á hann eins og dáleidd.
Hann var mikilleitur, og andlitið
speglaði ör og' sterk geðhrif. Von-
andi var ég ekki ein af þessum,
sem fékk að fljóta með fyrir náð.
— Já, yklcur veitir ekki af að
vinna vel, byrjaði hann aftur og
brýndi röddina. Þið lesið svo
undir næsta tíma Gilitrutt í Sýn-
isbók íslenzkra bókmennta, og
um nafnorð í málfræðinni.
Hann endurtók þetta, eins og
hann efaðist um að við skildum
það, og yfirgaf okkur að þvi
loknu.
Ég las og' lærði Gilitrutt utan-
bókar undir islenzkutímann og
leitaði vandlega uppi hvert ein-
asta nafnorð í sögunni. Ég ætlaði
sannarlega að reyna að standa
mig hjá þessum kennara.
Ég kom ekki upp í nokkrum
fyrstu íslenzkutímunum, en bjó
mig alltaf undir þá eins og heið-
ur minn og jafnvel líf væri i veði,
og ég eyddi til að byrja með
meiri tíma í íslenzkulesturinn en
allar hinar námsgreinarnar til
samans.
Þannig hófust kynni mín við
sérstæðasta persónuleika og bezta
kennarann, sem ég hef kynnzt
á æfinni. Sigurður Guðmunds-
son var á góðum aldri, um hálf-
fertugt, þegar ég var svo lán-
söm að njóta kennslu hans í tvo
vetur. Þriðja og siðasta vetur
minn i Kennaraskólanum var
hann orðinn skólameistari á
Akureyri og aðrir nutu þá hans
óviðjafnanlegu kennslu og leið-
sagnar.
Ég á margar góðar minningar
frá námsárunum í Kennaraskól-
anum, en íslenzkutímarnir hjá
Sigurði Guðmundssyni hafa al-
gerða sérstöðu í huga mínum og
yfir þeim öllum er hátiðarblær.
Ég hlakkaði til þeirra eins og
fágætrar skemmtunar og naut
þeirra eftir því.
Sigurður Guðmundsson hafði
þann einstæða hæfileika að geta
blásið lífi í þurrustu viðfangs-
efni, eins og frumatriði mál-
fræðinnar, og natnin og þolin-
mæðin við endurtekningar áttu
sér engin takmörk. Áhuginn var
alltaf jafn brennandi og skýring-
ar allar svo ljósar, að á betra varð
ekki kosið. Ég hef alltaf verið
sannfærð um, að þeir, sem ekki
lærðu hjá Sigurði Guðmundssyni,
hefðu ekki hæfileika til náms.
I.eiðbeiningar hans við stílagerð
voru ómentanlegar eins og ann-
að, og féil honum bezt, að við
skrifuðum látlausar frásagnir af