Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 44
52
Ú H VA h
atburðum, sem okkur voru minn-
isstæðir. Hann gerði óspart gys
að þeim, sem voru að basla við
að vera skáldlegir af lítilli getn,
og var þá ekki laust við að sviði
undan napuryrðum hans.
Ég man viðbrögð hans, þegar
einhver hafði skrifað í ferðásögu:
„Veðrið var kyrrt, og sólin liellti
geislum sínum yfir lög og iáð.“
Hann þrástagaðist á setning-
unni og sagði: — Þettta er væm-
in tugga, sem mann klígjar við.
Aftur á móti var hann ósínkur
á hrósyrðin, ef hann fann vel
orðaða setningu, eða sá örla á
frumlegri hugsun i stílnum. Þá
skrifaði liann með' rauðu bleki
„gott“, eða „ágætt“, eftir því sem
honum fannst við eiga, og svo las
hann upphátt kafla úr stilum,
þeim til mikillar ánægju, sem
fyrir heiðrinum urðu.
Ég minnist enn þá þeirrar
sterku eftirvæntingar, sem fór um
huga minn í hvert skipti sem ég
tók við stilabók minni úr hendi
hans. Skyldu nú nokkrar rauðar
skreytingar prýða blaðsíðurnar i
dag?
Þeir tímar eru mér þó hugstæð-
astir, þegar Sigurður Guðmunds-
son talaði um bókmenntir, hvort
heldur voru fornar eða nýjar. Mér
hefur stundum dottið í hug það,
sem lærisveinarnir sögðu um
meistara sinn: „Brann ekki hjart-
að í okkur meðan hann talaði við
okkur á veginum og lauk upp
fyrir okkur ritningunuin.“
Sigurður Guðmundsson átti
sannkaliaðan töfralykil að bók-
menntum, svo að gimsteinarnir
glóðu með nýjum ljóma, þegar
hann liafði fjallað um þá. Hann
las með greinilcgri lotningu það,
sem honum fannst snjallt, bæði
i bundnu og óbundnu máli og
var óþreytandi að benda nem-
endum sínum á í hverju snilldin
lá.
Rödd hans féll ekki vel að
kvæðalestri, og hann fann það
manna bezt sjálfur og hann valdi
þvi oft einhvern góðan lesara
meðal nemendanna til þess að
lesa góð Ijóð, sem honum voru
sérstaklega hugstæð, og hann
vildi vekja athygli okkar á.
Hann gat setið eins og hugstola
og þrástagazt á snjallri Ijóðlinu,
þangað til hann vissi hvorki í
þennan heim né annan, og var
þá sem innri glóð varpaði bjarma
á skírskorið, rúnum rist andlit
hans.
Ein af þeim ljóðperlum, sem
hann dáði mikið, var „Oddur
Hjaltalín" eftir Bjarna Thorar-
ensen, og sérstaklega varð honum
tíðrætt um erindið
„Önd hans var þó auðug,
og þegar harma
björg og vanheilsu
á brjósti honum lágu,