Úrval - 01.05.1963, Síða 45
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
53
brauzt hún nndan fargi
og b.jó í skyndi
skrípitröll, skjaldmeyjar
og skóga hugmynda.
•— GefiS ganm að þessari stór-
kostlegu mynd, sagði hann. —
Hamrabjörg og vanheilsu. Hví-
lik karlmennska að brjótast und-
an fargin.u. —
Hann var líka mikill aðdáandi
Matthíasar Jochumssonar, þó að
hann viðurkenndi, að honum
tækist ekki alltaf jafnvel. Ég
minnist þess, er hann lét lesa
„Sorg“ eftir Matthías, að ég sá
blika tár i augum hans.
— Við hreyfum ekki við þessu
kvæði. Það væru helgispjöll að
fara að tæta það í sundur mál-
fræðilega, sagði hann. Það sama
sagði hann, þegar við lásum
„Börnin frá Hvammkoti". Hann
marg hafði yfir fyrsta erindið:
Dauðinn er lækur, en lifið er strá.
Skjálfandi starir það
straumfallið á,
og hann benti okkur á þessa ein-
földu, en um leið snilldarlegu,
h'kingu um smæð mannsins gagn-
vart dauðanum.
Eitt kvæði las hann sjálfnr, og
oftar en einu sinni þessa tvo vet-
ur, sem ég naut kennslu hans.
Það var „Jón hrak“ eftir Stephan
G. Stephansson, og ég heyri enn
þá sönglandi rödd hans, þegar
ég rifja upp þetta kvæði. Sérstaka
áherzlu lagði hann á þessar ljóð-
línur:
„Þegar alþjóð einum spáir,
óláns, rætist það. Ei tjáir
snilli mikils manns né sómi
móti fólksins lileypidómi,“
og einnig þetta:
„Jörðu á og í er snauðum
ofaiikið jafnt lífs og dauðum.“
— Þetta er stórbrotinn skáld-
skapur, sagði hann, lifssaga oln-
bogabarns, en spannar um leið
yfir miklu víðtækara svið. —
Ég hef aðeins drepið á örfátt
af því, sem mér er minnisstætt
frá hátíðastundunum með Sigurði
Guðmundsssyni, og ég hef ekki
nefnt nema fá nöfn þeirra mörgu
skálda og andans manna, sem
hann kvnnti okkur af sinni sér-
stæðu snilld. Mér finnst, þegar ég
lít til baka eftir marga áratugi,
að honurn hafi vart skeikað við
að greina hisni frá kjarna í bók-
menntum okkar. Hann kafaði
djúpt og var „sk.ygn og læs á
leynda skrift“ og hafði þann dá-
samlega hæfileika að geta tekið
nemendurna við hönd sér og leitt
þá um töfraheim skáldskaparins,
sem áður var þeim lokaður.
Sivurður Guðmundsson gerði
mikið að' þvi að benda nemend-
um sínum á góðar og gagnlegar