Úrval - 01.05.1963, Qupperneq 46
54
Ú R VA L
bækur, útlendar sem innlendar,
og hann grenslaSist eftir, hvert
lestrarefni þeirra væri, auk náms-
bókanna.
Islendingasögurnar voru jafnan
efstar á blaði hjá honum, og taldi
hann sjálfsagt, að öll kennara-
efni læsu þær og kynntu sér
rækilega. Ymsar fleiri bækur
vorn það íslenzkar, sem honum
fannst ekki vammlaust að kunna
ekki skil á.
Mér er minnisstætt, hve mikið
áfall það var fyrir hann, þegar
hann komst að því, að ein bekkj-
arsystir mín hafði ekki lesið'
Heljarslóðarorrustu Gröndals. —
Hann æddi fram og aftur um
gólfið og bölsótaðist.
— Þetta er fáheyrt volæði,
sagði hann. Þér ætlið að verða
kennari og hafið ekki lesið Helj-
arslóðarorrustu, sem er sérstæð í
bókmenntum okkar. Hvað hugsið
þér, manneskja?
Stúlkan fór öll hjá sér. Hún
hafði ekki gert sér grein fyrir,
að þessi vanræksla væri slík
dauðasynd.
Sigurður var miður sín það
sem eftir var tímans, og í frímín-
útunum bar hann sig upp við
skólastjórann út af þessum vá-
legh tiðindhm, að stúlka í öðrum
bekk hefði ekki lesið Heljarslóð-
arorustu.
Eftir þetta leyndi ég þvi vand-
lega, ef mér hafði sézt yfir að
lesa einhverja merkisbók, sem
bar á góma, en varð mér svo úti
um hana samdægurs, ef tök voru
á, og bætti þannig úr vanræksl-
unni.
Einhverju sinni var það, að
góðum nemanda fataðist örlitið
á munnlegu prófi í íslenzku, þó
ekki meira en svo, að broti mun-
aði á hæstu einkunn.
— Það var hroðalega slysalegt
að svona skyldi fara, sagði Sig-
urður að loknu prófi. Þér áttuð
sannarlega ekki þessa óheppni
skilið.
Hann var aldrei hálfur, hvorki
í lofi né lasti. Slíkt var gagn-
stætt hans eðli. Þeir voru til, sér-
staklega á fyrstu kennstuárum
hans, sem fannst hann gera upp
á milli nemenda. Hafi það haft
við einhver rök að styðjast, þá
er ég sannfærður um, að það
hefur verið honum algerlega ó-
sjálfrátt og óafvitandi.
En gleði hans var svo rík og
heil, ef hann uppgötvaði góðar
gáfur, samfara námsáhuga, að
hann gat ekki annað en sýnt þeim
nemanda sérstaka alúð og hlýju.
Aftur á móti vakti sljóleiki og
tregða andúð hans, og honum
fannst með réttu, að kerfjast yrði
vissrar greindar og námshæfni af
þeim, sem ætluðu að gerast fræð-
arar og uppalendur.
Sigurður Guðmundsson hefur í
skólasetningarræðu dregið upp