Úrval - 01.05.1963, Side 50
58
UR VAL
legt, að nokkur annar maður sé
jafn „margfaldur“ milljónaeig-
andi í allri 'Evr'ópu.
En milli þessarra skrifstofu og
hins eiginlega húss Rothschild-
anna i París eru margar götur.
Það stendur enn, þar sem ættfað-
irinn reisti það, fyrir meira en
140 árum, við Rue Laffitte nr.
21. Það tilheyrir og er undantekn-
ingarlaust stjórnað af Rothschild-
um — barónunum Guy, Elie og
Alain, sem eru frændur Edmonds.
Það er stærsti einkabanki Frakk-
lands, og stjórnar, auk margra
annarra fyrirtækja, Société d’
Investissement du Nord, sem er
hluthafi í iðnaðar- og námufyrir-
tækjum i öllum heimsálfum.
Einnig er . Rothschild-húsið í
París algerlega aðgreint frá N. M.
Rothschild Co. Synir í London,
sem lika er í aðalatriðum fjöl-
skyldufyrirtæki. (Þrír eigendur
þess eru Edmound, Leopold og
Evelyn de Rothschild). Frá þvi
1955 hefur þetta fyrirtæki verið
meðeigandi í allmörgum námufé-
lögum í Norður-Ameríku og það
á m. a. 130,000 ferkilómetra lands-
svæði á Labrador, með skógurn,
vatnsafli og margskonar málm-
um.
Rothschild-fyrirtækið var
stofnað um miðja átjándu öld af
bláfátækum og ættlausum ungum
Gyðing í Frankfurt. Hinn ungi
Mayer Amschel átti ekki einu
sinni ættarnafn.
Hann var hár og hæverskur
ungur maður, sem hafði mikinn
áhuga á gamalli mynt, af hvers
konar óvísum uppruna, sem hann
tók svo að selja við kjörfursta-
liirðina i Hassen-Kassel. Eftir
það gerðist hann víxlari og
kvæntist Gutle Schnapper, sem
var dóttir velstæðs kaupsýslu-
manns. Hún ól honum tíu börn,
þar af fimm syni, sem allir urðu
fjármálasnillingar.
Elztur þeirra var Amschel, sem
átti eftir að verða bankastjóri
prússnesku stjórnarinnar. Því
næst Salomon, sem veitti austur-
ríska kanslaranum Metternich
fjárhagslegan stuðning og lagði
síðar Wien undir sig. Svo Nathan,
sem byrjaði með að senda vefn-
aðarvarning frá Englandi til
garnla Mayer í Frankfurt, sem
varð einn af auðugustu banka-
eigendum i Englandi. Því næst
Karl, sem var hin fjárhagslega
uppistaða konungsríkisins Neap-
els. Og loks James, sem stjórnaði
Kauphöllinni í París og varð einn
af lánardrottnum fransíka fjár-
málaráðuneytisins.
Mayer skapaði sjálfur „grund-
vallarlög“ ættarinnar, sem mæltu
m. a. svo fyrir að það skyldu á-
vallt vera fjölskyldimieðlimir,
sem gegndu aðal-stöðum i hinum
margvíslegu fyrirtækjum — en
engir „utanaðkomandi" aðilar.