Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 53
Notkun hljóðbylgna í iðnaði
Sú vísindagrein, sem ef til vill mætti nefna
iðnaöarlega hljóðtækni, er í stöðugri fram-
för, og verksmiðjurnar taka hljóðbylgj-
urnar í þjónustu sína í æ ríkari og fjöl-
breyttari mæli.
andarískur iðnaður
notar nú hljóðbylgj-
ur til þess að mæla
og meta alls kyns
framleiðsluvörur,
stjórna framleiðslu þeirra og
vinna úr hráefnum, sem til
þeirrar framleiðslu þarf. Er þar
um hinar sundurleitustu vöru-
tegundir að ræða, grænmetis-
safa og lakkmálningu, stökka
málma og dýra steina.
Þetta hefur reynzt mögulegt
vegna áframhaldandi framfara
í vísindagrein þeirri, sem ef til
vill mætti nefna iðnaðarlega
hljóðtækni, sem fólgin er i þvi
að virkja hljóð þau, sem greina
má (heyranleg, sónisk) og
einnig hljóð þau, sem mannlegt
eyra fær ei greint (infra- og
ultrasónisk hljóð). öll hljóð,
bæði greinanleg og ógreinanleg,
berast i. bylgjum um loftið um-
hverfis eða um livers kyns ann-
að efni, t. d. vatn eða stál. Þau
dreifast einnig út á við í allar
áttir frá sérhverjum hlut, sem
er á titringi. Ultrasóniskar hljóð-
bylgjur, er hægt að láta berast
í beinni, afmarkaðri línu. Hægt
er að endurvarpa þeim frá
speglum og bognum flötum, líkt
og geisla leitarljóss, og á þann
hátt má beina miklu magni
hljóðorku á lítinn, vissan blett.
í Bandarikjunum er þegar
framleitt 16 milljón dollara virði
af slíkum iðnaðarlegum hljóð-
tækniútbúnaði árlega. Sérfræð-
ingar búast við, að þessi tala
muni vaxa upp í 40 milljón
— Science Horizons —
61