Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 54
G2
U R V A L
dollara áriS 1956 og komast yfir
200 milljónir dollara áriS 1970.
Mestur hluti slíkra tækja til
iSnaSarnota er nú sem stendur
notaSur til hvers kyns hreins-
unar. SérfræSingar spá því, að
innan fárra ára verði úr og önn-
ur nákvæm, viðkvæm mælitæki
alls ekki hreinsuS á annan hátt.
Slíkur útbúnaður getur einnig
hreinsað hina margbrotnu hluta
alls kyns véla á öruggari og gagn-
iegri hátt en venjulegar hreins-
nnaraSferSir, og slikt hreinsun-
artæki getur mjög flýtt fyrir
kerfisbundnu eftirliti og athug-
un á hreyflum þrýstiloftsflug-
véia.
En slíkur útbúnaSur er álitinn
geta komiS aS margs lconar öSru
gagni í alls kyns vélaiSnaSi,
flugvélaverskmiðjum, efnaiðn-
aði og matvælaiðnaSi. Málm-
verksmiðjur geta notaS hljóS-
tækniútbúnað til þess að ná húS
af málmum og öðrum óhreinind-
um, svo sem feiti o. fl., og á
þann hátt má flýta hvers kyns
vinnsluaðferðum, auka afköst og
bæta framleiSsluvörur. Og í
sumum tilfellum mun um leið
reynast unnt að minnka fram-
leiðslukostnaS.
Notkun orku, sem hljóð mynd-
ar, er alls ekki ný, hvað log-
suSu snertir. En notkun orku
þeirrar hefur nú verið aukin,
þannig að hún nær til harðra
málma, svo sem titanium, zir-
conium og molybdenum. Með
ultrasóniskum prófunaraðferS-
um, sem nú hafa veriS fullkomn-
aðar, geta framleiðendur, sem
búa til vönduS stálrör, lækkaö
framleiðslukostnaðinn með þvi
að taka logsuðuna í þjónustu
sína. Slíkt er nú mögulegt, vegna
þess að hægt er að grandskoða
og prófa rörin um leið og log-
suðunni er lokið og án þess að
nauðsynlegt reynist að gera tiS-
ar prófanir á sýnishornum i
leit að göllum. Einnig er hægt
aS framleiða þyngri og þykkari
rör með fjölbreyttara lag'i, þegar
hljóðorkan er notuð.
LÆIŒAÐUR KOSTNAÐUR.
Yfirleitt hefur hár orkukostn-
aður orSið til þess að draga úr
iðnaSarlegri notkun hljóðtækni-
útbúnaðar, en nýlega var til-
kynnt, aS nýr rafall, „hydro-
matiskur oscillator“ og „electro-
hydrauliskur modulator" hafi nú
verið framleiddir, og séu tæki
þessi svo góð, að ekki muni
líða á löngu, þar til framleiðsla
í stórum stíl til sölu muni hefj-
ast. Þessi þróun ætti að hafa
þær afleiðingar, að hljóðorkan
verði notuð i vaxandi mæli i
matvælaiðnaði, efnaiðnaði, við
frameliðslu á málningu, snyrti-
vörum, vefnaðarvörum og vör-
um úr málmum.