Úrval - 01.05.1963, Page 57
Sérkenni lífverunnar,
er maður nefnist
/ augum mannfræðinganna er það harla fátt, sem ein-
kennir manninn — homo sapiens — frá skyldum dýra-
tegundum, mannöpunum. Þó leggja þeir áherzlu á eitt
sérkenni lífveru þeirrar, er maður nefnist.
Eftir Robert Ardrey.
Wtjsfyji HF ÞÚ FERÐ inn í
úítmWfÁ haðherbergiÖ, læsir
dyrunum og skoðar
^ numl vandlega og
uppgerðarlaust, þá muntu sjá
fyrir þér spendýr, svo frumstætt
og sérkennalaust, að erfitt er
að lýsa því.
Þú hefur engin einkennandi
horn framan á höfðinu. Engum
dytti í hug að skjóta þig vegna
verðmætra vigtanna. Húðin á
þér er verðlaus. Hún er ekki
skreytt neinum flóknum eftir-
líkingum eða því dulargervi,
sem gerir þér mögulegt að hverfa
inn í landslagið eða umhverfið.
Tennur þínar skortir alla ein-
kennandi yfirburði, hvort heldur
er til að japla hey, naga sundur
trjástofna eða bíta sundur háls-
æðar. Klær þinar eru svo ófull-
komnar, að enda þótt kettlingur
klóraði þig, þá gætirðu ekki
goldið honum í sömu mynt.
Hvernig nokkurt dýr, eins og
þú getur lifað a. m. k. 100 millj-
ónir þróunarára og öðlazt svo
fá séreinkenni er stórkostlegt
undrunarefni, því að framþróun
er í stórum dráttum saga um
— Reader's Digest —
05