Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 61
LAUNASKRIÐ
69
raunhæfar tölulegar rannsóknir
á þróun launamála. Á hinn bóg-
inn er hér vafalaust um að ræða
sama fyrirbæri og það, sem á
dönsku hefur verið nefnt lön-
(jlidning og á ensku wage drift.
Mætti ef til vill á íslenzku nefna
þetta launaskrið, enda eru þetta
hækkanir, sem eiga sér stað jafnt
og þétt, þótt lítið muni um
hverja einstaka.
II.
Launaskrið er fyrirbæri, sem
fyrst hefur orðið vart að ráði
siðustu tvo áratugina, og þá
einkum í löndum, eins og Norð-
urlöndum, þar sem almenn eftir-
spurn og atvinna liefur verið
mikil og launamálum að verulegu
leyti skipað með heildarsamn-
ingum heilla stétta eða iðn-
greina.
Tölulega er launaskrið skil-
greint sem sví hækkun tekna,
sem á sér stað umfram það, sem
breyting á kauptöxtum ætti að
hafa í för með sér. Getur slik
hækkun orðið með ýmsu móti. í
fyrsta lagi eiga sér stað tekju-
hækkanir, vegna þess að ein-
stökum mönnum eða starfshóp-
um er greitt umfram samninga
eða eftir hærri töxtum en ætti
að vera samkvæmt samningi. í
öðru lagi hafa ákvæðisvinnu-
tekjur og tekjur af hlutaskiptum
tilhneigingu til að hækka meira
en almennt kaupgjald, vegna
þess að launþegar njóta þar
beint bættra afkasta og meiri
vélvæðingar. Og i þriðja lagi
getur aukin eftirvinna valdið
tekjuaukningu umfram hlutfalls-
lega hækkun kaupgjaldataxta, en
þegar yfir lengri tíma er litið,
hefur þessi ástæða þó varla ver-
ið mikilvægari. í sumum lönd-
um er nú svo komið, að launa-
skrið virðist vera orðinn veiga-
meiri þáttur i aukningu heildar-
tekna en beinar kaupgjaldshækk-
anir. Það skiptir því miklu máli
að gera sér grein fyrir orsökum
þesssarar þróunar.
Rannsóknir, sem gerðar hafa
verið erlendis, og samanburður
á milli aðstæðna meðal einstakra
þjóða bendir eindregið til þess,
að launaskrið sé bein afleiðing'
Jæirrar efnahagsstefnu, sem fylgt
hefur verið í flestum löndum
eftir styrjöldina og liefur haft
það að meginmarkmiði að forð-
ast atvinnuleysi og tryggja næga
eftirspurn eftir vörum og vinnu-
afii. Við slikar aðstæður kepp-
ast atvinnufyrirtæki við að ná í
og' halda góðu vinnuafli, en
þurfa minni áhyggjur að hafa af
áhrifunum á framleiðslukostn-
að og söluverð. í greinum, þar
sem framleiðni eykst ört, er auð-
velt að láta launþega taka fullan
þátt í afrekstri beti-i afkasta án
þess að söluverð þurfi að hækka.