Úrval - 01.05.1963, Page 63
LAUNASKRIÐ
71
kjarabóta, þar sem það taki bet-
nr en almennir launasamningar
til greina þarfir atvinnulífsins
og eftirspurnaraðstæður á
vinnumarkaðinum hverju sinni.
Hvað sem slíkum rökum líð-
ur, er augljóst, að kaupgjalds-
samningar, sem gerðir eru án
tillits til þeirrar miklu tekju-
aukningar, sem á sér stað með
öðrum hætti og utan allra samn-
inga, hljóta að vera byggðir á
veikum grundvelli. í þessum
efnum verður ekki bæði sleppt
og haldið. Sætti launþegar og at-
vinnurekendur sig við það, að
verðuleg tekjuaukning eigi sér
stað vegna launaskriðs, er ó-
hjákvæmilegt, að minna rúm
verði til kjarabóta með hækk-
unum umsaminna kauptaxta, ef
það verður þá nokkuð.
Að lokum er rétt að taka fram,
að á þetta vandamál er ekki
bent hér í þvi skyni að g'era
ákveðnar tillögur um afstöðu
samtaka launþega og atvinnu-
rekenda til þess. Tilgangurinn
er miklu fremur sá, að benda á
launaskrið, sem dæmi um eitt
þeirra vandamála, sem nauðsyn-
legt er að horfast í aug'u við af
fullri hreinskilni og raunsæi, ef
takast á að marka hér á landi
skynsamlega stafnu i launamál-
um, er orðið gæti öhum al-
menningi til varanlegra hags-
bóta.
Hvenær er kvef ekki kvef?
Hópur lækna hefur undanfarið <'eríð að rannsaka fólk, sem
segir, að Það sé „alltaf með kvef“. Og hafa þeir komizt að því,
að fólk þetta þjáist í rauninni ekki af kvefi. En stundum koma
fram hjá fólki þessu sjúkdómseinkenni kvefs, þegar það verður
fyrir áhrifum, sem eru alls óskyld kvefi. Læknar við Illinoishá-
skólann prófuðu þetta á sjálfboðaliðum með því að gefa þeim
inn upplausn með kvefsýklum. 21% þeirra sjálfboðaliða, sem
sjaldan fengu kvef, fengu nú kvef, en 32% þeirra, sem alltaf
sögðust vera með kvef. Síðan gerðu læknarnir svipaða tilraun,
en gáfu sjálfboðaliðunum nú inn alveg meinlausa upplausn, al-
gerlega sýklalausa. Nú fékk aðeins 1% þeirra kvef, sem það
sögðust sjaldan fá, en 24% hinna, sem finnst Þeir alltaf vera
fórnarlömb kvefsins. Medical Tribune.