Úrval - 01.05.1963, Side 65
IIANDLEGGUR GRÆDDUR Á DRENG
73
inn möl, rann hægt fram hjá
honum, dró Eddy sig að stál-
stiganum og greip í handriðið.
Og þarna hékk hann nú með
vorguluna blásandi gegnum
jakkann og bómullarskyrtuno,
meðan lestin rann stynjandi
austur á bóginn.
En fáum sekúndum síðar varð
allt svart fyrir augum Eddy.
flangandi líkami hans skall af
miklu afli í steinstoð, sem hélt
uppi járnbrautarbrúnni yfir
Medford-stræti. Hægri hand-
leggur iians brast og hann féll
niður á brautarteinana og
kramdi þumalfingur og tvo
næstu fingur á vinstri hendi.
Um stund lá hann þarna eins og
lirúgald, þar til lestin var farin
fram hjá.
Hann var viss um að hægri
handleggurinn væri brotinn,
handleggurinn, sem hafði gert
hann að methafa í baseball
(þjóðaríþrótt í Bandarikjun-
um). Skyrtan var blóðug rétt
fyrir neðan öxlina, og jakkinn
var rifinn þar. Með hinni lösk-
uðuuðu vinstri hendi liélt hann
undir hægri handlegginn, staul-
aðist á fætur, klifraði upp bratta
brekku og lagði af stað heiin-
leiðis.
Þegar Eddy reikaði fram hjá
hleðslupalli Handy Card &
Paper Co., sá yfirmaðurinn,
Norman Woodside, þessa blóð-
ugu, reikandi mannveru og hróp-
aði til Richards Williams:
„Griptu hann!“ WiIIiams lagði
Eddy á timburpallinn, á meðan
Woodside hringdi til lögregl-
unnar i Sommerville.
Woodside kom aftur með rit-
arann, frú Chmielewski, sem
ætlaði að reyra handlegg Eddys,
til þess að stöðva blóðrásina.
En allt í einu lá henni við yfir-
liði. Þar sem hún ætlaði að
reyra handlegginn var bil i erm-
inni, sem var alveg tómt. Eddy
hafði gengið meira en hundrað
metra, mest upp i móti og hald-
ið handleggnum ,sem var alveg
laus frá likamanum.
Frú Chmielewski reyndi að
tylla einhverjum umbúðum á
axlarstúfinn til þess að stöðva
blæðinguna. „Ég verð vist að
reyna að komast héðan,“ muldr-
aði Eddy. Hún hélt honum blíð-
lega og þerraði svitann af enni
hans. Eddy grét ekki. Svo sann-
arlega hrökk honum ekki tár af
brá allan þennan reynsludag.
Áður en tvær minútur voru
liðnar var kominn lögreglubíll,
og um kl. 14.40 var Eddy svo
lánsamur að vera ekið inn 1
General Hospital í Massachusett,
eitt allra bezta sjúkrahús í
Bandaríkjunum.
Á meðan Ferdinand Strauss,
yfirlæknir slysadeildarinnar og
Michael Hooley, aðstoðarlæknir