Úrval - 01.05.1963, Síða 66
74
Ú R VA L
hans, óku Eddy inn í slysaskurð-
stofu sína, spurði Hooley Eddy
um nafn hans, heimilisfang,
símanúmer og kirkjudeild, og
drengurinn gaf skýr svör.
Hooley setti nú í gang marg-
brotið kerfi. Einn hringdi heim
til Kno'wles-fjölskyldunnar, ann-
ar í sjúklingaskjalasafnið i kjall-
aranum, þar sem 1.500.000 nöfn
eru skráð og geymd. Svo vel
vildi til, að Eddy hafði verið
sjúklingur áður. Áður en fimm
mínútur voru liðnar, var sjúkra-
skrá hans, ásamt blóðflokki,
komin upp í skurðstofu. Eddy
hafði þegar fengið einn pela af
blóðvatni inn í æð á fæti. Nú
var honum gefið lireint blóð
gegnum æðaslönguna, fyrsta
mörkin af sex, sem liann fékk
alls. „Ég finn til í handleggn-
um,“ sagði Eddy við læknana.
Á að taka hann af mér?“
Hjúkrunarlconurnar, Mary
Brambilla og Frances Brahms
lyftu Eddy af sjúkrabörunum
upp á skurðborðið. Frú Brahms
klippti fötin utan af Eddy. Þá
sáu það allir viðstaddir: Hægri
handleggur Eddys hafði alger-
lega klippzt í sundur og lá um
þrjá til fjóra þumlunga frá axl-
arstúfnum, ekki svo mikið sem
smá skinnbrú á milli. „Fæ ég
handlegginn góðan aftur? Getið
þið bjargað honum?“ spurði
Eddy. Dr. Litwin, skurðlæknir
á verði, kinkaði kolli. „Já, vin-
ur“ sagði hann. En á þeirri
stundu vissi það enginn.
Dr. Henry Edmunds, yfir-
skurðlæknir, gaf nú rösklega
þessar venjulegu fyrirskipanir:
Dæla inn blóðvatni gegn stjarfa
(stífkrampa = tetanus), atro-
pini, penisillini og streptomy-
cini (fúkkalyf), róandi lyfi,
telja púlsinn, mæla blóðþrýst-
ing. Blóðþrýstingurinn var lág-
ur, púlsinn 120, og Eddy var
kaldur og sveittur — öll ein-
kenni losts. En einu atriði tók
dr. Edmunds eftir, sem jók hon-
um bjartsýni. Aðalslagæðin á
hægri handlegg Eddys stóð
nærri heilan þumlung fram úr
sködduðu holdi efri stúfsins, og
við hvert hjartaslag sló hún og
tútnaði út, án þess að blæddi.
Það er eitt af furðum náttúr-
unnar, þessi hæfileiki til sjálf-
virkrar lokunar á skaddaðri
slagæð. Einkum í ungu fólki er
skreppni (hæfileiki til að
skreppa saman) æðanna svo
mikil, að þær lokast fáum sek-
úndum eftir að þær rifna.
Læknarnir, John Head og
John Burke, ásamt dr. Edmunds,
báru saman bækur sinar. Allir
veittu þeir því athygli, að hinn
fráskildi handleggur var sæmi-
lega hreinn, enda þótt hann væri
marinn og skaddaður. Edmunds
sagði við Brambillu hjúkrunar-