Úrval - 01.05.1963, Qupperneq 70
78
Ú R VA L
tólf stórum Catgulsaumum.
Augljóst var, að skinnflutning-
ur á sáriS var nauðsynlegur,
en Malt ákvað að fresta því einn-
ig. Það mundi taka þrjá stund-
arfjórðunga, og tíminn var
naumur. Klukkan var yfir 22,
og margt eftir ógert. Það var
því búið um handlegginn með
þurrum umbúðum. Því næst
var hægri handleggurinn skorð-
aður við síðu hans með vafi
frá öxlum niður að mjaðmar-
spöðum, og handleggurinn hafð-
ur krepptur um olnbogan.
Nú var eftir að gera við vinstri
hendina, sem var illa farin á
þrem fingrum og þurfti að flytja
skinn á þá, sem tekið var af
hægra fæti hans.
Klukkan var orðin 1 eftir
miðnætti, þegar Eddy var ekið
út úr skurðstofunni, eftir að hafa
verið 8V2 klukkustund á skurðar-
borðinu. Þegar hann vaknaði
af svæfingunni, brosti hann og
spurði: „Hvernig var brotni
handleggurinn?“ Og svo eftir
stutta umhugsun. „Næst ætla ég
að biðja ykkur að gefa mér
bara gasið. Mér líka ekki þessar
nálar.“
Enda þótt handleggurinn væri
nú kominn aftur á Eddy, áttu
læknarnir eftir margar andvöku-
nætur. Eftir þvi sem dagarnir
liðu og engin merki ígerðar
komu í Ijós, tóku þeir að anda
léttara. Á fimmta degi tóku þeir
stóran skinnflipa af hægri
mjöðm hans og fluttu upp á
handlegginn á tveim stöðum.
Á 12. degi skiftu þeir um bol-
vafninginn, og aftur á 15. degi.
Á 21. degi, 13. júni, fór Eddy
heim til foreldra sinna í Deh-
stræti i Sommerville.
Ennþá er Eddy ekki laus við
skurðlæknana. Það verður ekki
fyrr en í lok ársins 1963 sem
læknarnir vita með nokkurri
vissu, hvort handleggurinn verð-
ur nokkurn veginn eðlilegur. En
hvernig sem því reiðir af, þá
hefur Everett Knowles yngri,
lítill, hraustur drengur, sem
aldrei felldi tár, hjálpað til að
varpa ljósi á nýja leið i læknis-
fræðinni. „Hægri efri útlimur
saumaðar við,“ nefndi Ronald
Malt hina stuttu laggóðu opin-
beru greinargerð sína, sem að-
eins tók eina blaðsiðu.
Betra er að gera eitthvert gagn heima fyrir en að fara langt
burt og brenna reykelsi.