Úrval - 01.05.1963, Page 71
Land þetta hefur verið
einangrað frá framförum
og velmegun
Vestur-Evrópu, en nú eiga
sér stað stórkostlegar
breytingar í landinu og
lífsháttum þjóðar-
innar.
Spánn
gægist
yfir
Pyreneafjöll
Eftir Robert Littell.
INN minnisverðan
morgun í siðastliðn-
um febrúar, steig
Spánn ákveðinn öðr-
um fæti yfir hinn
270 mílna langa Pyreneafjallgarð
og sagði við hin Evrópulöndin:
„Má ég vera með ykkur?“ Að
líkindum mun líða nokkur timi,
jafnvel svo árum skifti, þar til
umsókn Spánar um fulla aðild
í Efnahagsbandalagi Evrópu —
Sameiginleg'a marltaðnum —
verður tekin til meðferðar, en
margir Spánverjar telja það hina
þýðingarmestu ákvörðun, sem
land þeirra hefur tekið á þess-
ari öld.
Menn norðan fjallgarðsins
urðu eins furðu lostnir eins og
ef skógarbjörn hefði vaknað af
dvala og ruðzt út úr hýði sinu
um hávetur. Hvað hafði komið
fyrir? Hvað var að gerast á
Spáni, sem hingað til var talinn
einangra sig svo drembilega,
næstum hlæg'ilega. Það kom
brátt i ljós, að þar hafði heil-
mikið verið að gerast.
í meira en tíu ár eftir lok
borgarastyrjaldarinnar 1936—39,
sem kostaði 600.000 Spánverja
lífið, sleikti Spánn sár sín og gaf
sig litt að öðrum — eins og hann
hafði raunaroftgerstáður . Bret-
land, Frakkland og Bandarikin
gerðu ástandið enn verra með
þvi að hafna öllu samneyti við
Franco. Bandaríkin höfðu engin
viðskipti við Spán allt til ársins
1955. En sökum kalda striðsins,
styrkja, sem námu yfir 350
milljónum enskra punda, lána og
hluta af offramleiðslu Banda-
— Reader's Digest —
79