Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 72
80
ÚRVAL
ríkjanna á landbúnaðarvörum,
varS smám saman breyting á
þessu.
En Spánn liélt þó við enn um
sinn þessari drembilegu og
sjálfsánæg'ðu hálfgerðu einangr-
un. Utflutningurinn gekk treg-
lega og innflutningurinn var
háður miklum og ströngum höft-
um; ár eftir ár var verzlunar-
jöfnuðurinn óhagstæður. Árið
1959 var ríkið raunverulega
gjaldþrota; útlendur gjaldeyris-
forði komst svo lágt, að sendi-
ráð Spánverja erlendis áttu í
erfiðleikum að fá laun sín
greidd.
Þegar ógæfan vofði yfir, tók
ríkisstjórnin sig til og festi gengi
pesetans (sem varð til þess að
erlendum ferðamönnum fjölgaði
um hálfa aðra milljón), tók upp
nýja stefnu i fjármálum, sem var
í meira samræmi við fjármála-
stefnu Vestur-Evrópu, og hlaut
í staðinn lífsnauðsynleg lán úr
ýmsum sjóðum, frá Efnahags-
samvinnustofnun Evrópu og frá
Bandaríkjunum. En einkum er
það að þakka auknum ferða-
mannastraum að Spánn hefur nú
safnað i sjóði um 350 milljón-
um punda.
Um nokkur undanfarin ár fyr-
ir þessa fjármálabyltingu, hafði
Spánn þó stigið nokkrum sinn-
um yfir Pyreneafjöllin svo lítið
bar á. Hann liafði smám saman
gengið í WHO (Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin), UNESCO
(Vísinda- og menningarstofnun
Sameinuðu þjóðanna), OECD
(Efnahags- og samvinnustofnun
Evrópu) og auk þess i nokkra
tugi ráða og nefnda í sambandi
við tin, blý, ólífur, bómull, tolla,
kjarnorku, fiskiveiðar á Atlants-
hafi og höfundarétt. Þegar
slakað var á höftunum, tóku
spánskir læknar, lögfræðingar
og vísindamenn á flestum svið-
um, að ferðast til útlanda og
skiptast á skoðunum við starfs-
bræður sína.
Fjölmargt gerist nú á Spáni,
sem til skamms tíma var gersam-
lega óþekkt — svo sem að lyftu-
drengir kæmu til vinnu sinnar á
eigin bifhjóli, handsnyrtikona
sendi dóttur sína í skóla í Eng-
landi, eða bændur kvarti yfir
kjötverðinu. Slíka hluti liefði
enginn getað leyft sér áður.
í dag eru símanotendur á
Spáni helmingi fleiri, útvarps-
notendur fjórum sinnum fleiri,
dráttarvélar sjöfalt fleiri, mais-
ræktun 25 sinnum meiri en fyr-
ir 10—12 árum. Lifnaðarhættir
hafa einnig breytzt. Spánverjar
eyða nú helmingi meira fé i að
horfa á knattspyrnukapplciki en
á nautat. ítalska knattspyrnu-
félagið „Juventus“ greiddi félag-
inu „Real Madrid“ nærri 200.000
pund á þessu ári (1902) fyrir