Úrval - 01.05.1963, Qupperneq 73
SPÁNN GÆGIST YFIR PYRENEAFJÖLL
81
spánska hægri innherjann Luis
del Sol.
Af sýnilegum breytingum vek-
ur mesta athygli ferðamannsins
hin mikla fjölgun sjónvarpsloft-
neta og bíla — bílum hefur
fjölgað um helming siðan 1957.
UinferðarstöSvanir eru tiðar i
Madrid og hún kvað ganga næst
Tokyo með umferðarslys.
Spánn var svo óralangt á eftir
i fjármálakapphlaupinu eftir
heimssyrjöldina, að þar eru
margir lilutir fáséðir, sem ann-
ars staðar hafa verið hversdags-
legir árum saman. Meðaltekjur
á mann á ári eru 6.390 pesetar
(£ 97-11 s., og í því efni stend-
ur Spánn öllum Vestur-Evrópu-
þjóðum að baki nema Portúgöl-
um.
Með allri virðingu fyrir ódýr-
um matvælum þeirra og ýmsum
öðrum vörutegundum, fyrir
hinu milda loftslagi, fjölskyldu-
styrkjum, ókeypis læknishjálp og
lágri hámarkshúsaleigu i viður-
kenndu hálfgildings velferðar-
riki, verður að telja allt kaup
og launagreiðslur fyrir neðan
allar hellur. I einni frásögn segir
svo: „Helmingur íbúanna lifir
við skilyrði, sem þættu óbæri-
leg í öðrum vestrænum ríkjum.
Hraðlestarstjóri, sem fær £ 25-7
s. á mánuði, að meðtöldum upp-
bótargreiðslum og eftirvinnu,
telur sig „hafa forréttindi“. Vél-
setjari fær 12 s. 8 d., bruggari
eða bakari 12 s. 1 d., strætis-
vagnstjóri eða bifreiðavirki 11
s. 7 d. — ekki á klukkustund,
heldur ú dag. Þjónustustúlkur fá
um £ 5 á mánuði.
Landbúnaðarverkamenn eru
þó lægst launaðar, þeir fá frá
9 d. til 1 s. 2 d. um tímann. Af
þeim sökum er stöðugur fólks-
flótti frá lélegustu og þurrustu
landbúnaðarhéruðunum, einkum
sunnan til í landinu, til hinna
þéttbýlu iðnaðarmiðstöðva í
Madrid, Bilbao og Barcelona.
Einnig er stöðugur straumur
spánskra verkamanna til verk-
smiðjanna i Frakklandi, Þýzka-
landi, Sviss, Austurríki, Belgíu
og Hollandi. Margir þeirra eru
daglaunamenn; þeir flytjast út
samkvæmt samkomulagi við-
komandi stjórnarvalda. En marg-
ir aðrir, oft mjög hæfir menn,
fara af sjálfsdáðum og fá at-
vinnu erlendis fyrir þrefalt til
fjórfalt heimakaup. Svo þegar
þeir koma aftur yfir Pyrenea-
fjöllin, með transistor-útvarp,
búðarföt frá Zurich eða Rínar-
löndum, stundum jafnvel eigin
bíl, þá eru þeir næstum því
óþekkjanlegir frá ferðamönnun-
um.
Þegar gengið var fest og vega-
bréfaáritunin afnumin 1959,
streymdu ferðamenn frá ná-
grannalöndunum, sem stöðugt