Úrval - 01.05.1963, Side 74
82
ÚRYAL
nðu efnaðri, yfir Pyreneafjöil-
in. Öll farartæki voru yfirfull,
langar tafir á lantlamærunum
og gistihúsin fullpöntuð nokkr-
um mánuðum fyrirfram. Á síð-
ustu sex árum hafa 22 miiljón-
ir ferðamanna komið til Spánar
— fleiri en öll hin árin til
samans frá aldamótum.
Ferðamaðurinn hlýtur margt
að launum fyrir heimsóknina til
Spánar: Hin víðlendu, óbyggðu
og eyðilegu landsvæði, rauð-
brún og furðuleg að sjá; endur-
minningar um byggingarlist,
siði og nöfn frá horfnum Mára-
timum; hinar stórglæsilegu
kirkjur; hinar hvitu borgir
Andalúsíu, líkastar sykurmol-
um, sem stráð hefur verið um
naktar hæðirnar, skrúðgöngur,
ferias, tatarar, hraust naut,
flameneo-söngvarar. Sterkast er
þó aðdráttarafl sólarinnar. Á
suðurströnd Spánar er himinn-
inn heiður átta daga af hverjum
níu, enda loftslagið farið að líkj-
ast því, sem er í hitabeltinu.
En sól og náttúrufegurð er
léleg uppbót fyrir mannsæmandi
lif. Stórkostlegar áætlanir
stjórnarvaldanna um uppistöðu-
tjarnir, áveitur, nýtt landnám
og jarðvegsbætur, hafa valdið
stórbreytingu á þessu áður ó-
frjóa landsvæði. Hærra en tjarn-
irnar liggja jafnmargar safnþrær,
sem með bláum fingrum leita
uppi fyllta gilskorninga — og
hér eru íbúar sveitaborganna
teknir að njóta lífsins við sigi-
ingar, sund og fiskveiðar. Fyrir
neðan tjarnirnar er National
Institute of Colonization (Land-
námsstofnun ríkisins) að vökva
nokkrar miiijónir ekra (ca. 0.4
km2) af sviðnu landi og byggja
ný þorp í hundraða tali handa
fólki, sem áður hafði aðallega
lifað á grjóti, vindi og vonum
(63000 fjölskyldur hafa þegar
setzt þar að).
Því nær helmingur af landi
Spánar er á takmörkum þess að
vera arðbært, mjög uppblásið
eða algerlega ófrjótt. Geysilegt
átak hefur verið gert til þess að
rækta að nýju á þessu landi
skóginn, sem fyrir mörgum
öldum síðan þakti fjöllin og
varnaði því, að regnið rynni nið-
ur hliðarnar og bæri með sér
allan jarðveg niður á sléttlend-
ið. Á tuttugu árum hafa verið
gróðursett fleiri ný tré en á
næstu 100 árum á undan.
Erlend aðstoð hefur átt drjúg-
an þátt í áætlunum um nýrækt á
landi og skógi á Spáni. Tilbúinn
áburður, fræ, vélar og tækni-
fræðingar hafa verið látnir af
hendi. Árangurinn af því er sá,
að vaxandi fjöldi af áhugasöm-
um landbúnaðarráðunautum
kennir nú spænskum bændum
að plægja, eða að klippa olífu-