Úrval - 01.05.1963, Page 75
SPÁNN GÆGIST YFIR PYRENEAFJÖLL
83
trén eftir þvi, hvort á að upp-
skera olifurnar hálf- eða full-
þroskaðtir.
OrSstir Spánverja fyrir list-
iðnað — Toledohnifar, Cordo-
vanleðurvörur, valhnotuhús-
gögn, skrautborðar (blúndur),
gólfteppi — er aldagamall. En
vilji þeir fá aukinn hagnað, næg-
ir ekki að þeir flytji út þessar
vörur, ásamt sinni venjulegu
baðmoliu, appelsinum, korki og
víni, heldur verða þeir að fram-
leiða og flytja út fleiri iðnaðar-
vörur. Þeir eru þegar teknir að
selja saumavélar til Bretlands,
rafmagn til Frakklands, reiðhjól
til Belgíu, vélar til Sviss, skip
til Noregs, vélaáhöld til Japans.
Margt mun verða að breytast
á Spáni, áður en hann fær inn-
göngu í „Sameiginlega markað-
inn“. Upp af hinni langþráðu
umbótastarfsemi ætti að þróast
það, sem Spánn þarfnast ef til
vill einna mest: Fjölmenn, efn-
uð og sterk miðstétt, með vax-
andi áhuga á staðfestu og fram-
förum. Á lægsta stigi spænskr-
ar viðskiptastarfsemi er á öðru
leitinu sægur af örlitlum verk-
smiðjum og smásöluverzlunum,
sem hafa tilhneigingu til að
draga kjark úr hugkvæmni og
fjárfestingu í nýjum og betri út-
búnaði, og halda þar með verð-
laginu háu. Á hinu leitinu eru
sex stórir bankar, reknir af ekki
fleiri mönnum en hæfilegt væri
í einn járnbrautarvagn, sem
hafa i hendi sér helminginn af
fjármagni allra spænskra hluta-
félaga. Slík samþjöppun fjár-
magnsins setur kúf á hagnaðinn,
leiðir til einokunar og dregur
mjög úr því áhættufé, sem nauð-
synlegt væri til aukinnar hag-
sýni. Hinn frjálslyndi kaþólski
heimspekingur, Julian Marias,
hefur sagt, að „þar sem Spán-
verjinn er manna fúsastur til að
hætta lifi sínu fyrir eittlivað, er
hann hins vegar of værukær til
að hætta nokkru öðru.“
Eins og aðrar höfuðborgir, er
Madrid að of miklu leyti mið-
stöð allra ráðagerða ■—- eða öllu
heldur ráðaleysis; þar er flest
staðbundið framtak til moldar
borið; hún er sá ás, sem öll
hin vaknandi þjóð snýst um, með
sínum hátiðlega skriffinnsku-
hraða.
Sá grunur, að lifið geti verið
betra, að hinum megin við fjöh-
in sé starfsamari, frjálsari og
betur efnum búinn heimur, er
tekinn að síast inn. Spænskur
sveitamaður, sem einu sinni
trúði því, að einungis hinir ríku
hefðu efni á að ferðast, horfir
með vakandi áhuga á stóru,
frönsku langferðabílana, sem
hella úr sér slátrurum, barna-
kennurum, skrifstofufólki og