Úrval - 01.05.1963, Page 78
Viðhorf nútímaæsku
til kynferðismála
Viðhorf þjóðfélagsins til kynferðismála virðist
mótsagnakennt og reikult í rásinni. Eitt er þó
víst, að yfirleitt virðist viðhorfið nokkuð frjáls-
legra en það var.
Eftir Margared Mead.
ÞAÐ voru uppi fótur
skólanum 4. apríl
1962. Nemendasam-
bandiö hafði farið
þess á leit við Söru Gibson
Blanding, skólastýru, að skýra
eftirfarandi atriði úr reglugerð
skólans: „Skólinn væntir sið-
semi af nemendum sínum.“
Hún skýrði nemendum sinum í
kvennaskólanum svo frá, að
kynferðismök án hjónabands og
óhófleg drykkja brytu í bága
við velsæmið og yrðu að telj-
ast til ósiðsemi. Lét hún á sér
skiljast, að hverjum þeim nem-
anda, er hefði að engu þessar
reglur skólans, væri hollast að
hafa sig á brott að eigin vilja.
Þessi ummæli skólastýrunnar
verða að teljast ofur eðlileg,
ekki sízt í kvennaskóla. Engu að
síður komst allt i uppnám í skól-
anum við þessa yfirlýsingu. Yið
nánari rannsókn kom í Ijós, að
nemendurnir skiptust í tvo
nokkurn veginn jafna flokka —
með eða móti. Ákafar umræður
hófust i skólanum um málið,
greinar voru birtar i skólablað-
inu, og loks var málið tekið fyr-
ir af dagblöðum þjóðarinnar.
Það kom þó í ljós, þrátt fyrir
allt þetta þjark og þras, að aðal-
atriði málsins fóru framhjá
flestum, sem um það skrifuðu.
Það er ekki aðalatriði þessa
86
— Redbook —