Úrval - 01.05.1963, Side 80
88
ÚR VAL
óskiptrar athygli þeirra, er skól-
inn orðinn að stofnun þar sem
vanfærar stúlkur (svo framar-
lega sem þær ætla að gifta sig),
hljóta umbun fremur en refs-
ingu. Foreldrar og kennarar hafa
gefið þessu unga fólki voldugt
vopn í hendur í nafni siðgæð-
isins. Það veit nú, að ef illa fer,
getur það hlaupið í hjónaband-
ið og hlotið blessun allra í
veganesti.
Ákvörðun skólastýrunnar í
Vassarkvennaskólanum olli upp-
námi, af því að hún ákvað að
hverfa aftur til siðferðisreglna,
sem einfaldlega voru í því
fólgnar, að koma í veg fyrir
víxlspor unga fólksins, áður en
það er um seinan. Og uppnám-
ið leiddi til ýmissa spurninga
varðandi siðferðisreglur, en höf-
uðvandamálinu var aldrei svar-
að: Á þjóðfélagið að stuðla að
því að fljótfærnisleg kynferðis-
mölc leiði til hjónabands? Væri
ekki nær að þjóðfélagið kenndi
þessu unga fóllci að rækta með
sér einhverja ábyrgðartilfinn-
ingu?
Æðri menntun Afríkubúa í vexti.
UNESCO stóð fyrir samafrísku þingi um æðri menntun, og var
það haldið í Tananarive, höfuðborg Malagasy-lýðveldisins (Mada-
gascar). Var þar samþykkt áætlun, sem miðar að því að efla 32
afríska háskóla. Áætlunin gerir ráð fyrir mikilli aukningu nem-
enda við æðri menntastofnanir 31 Afríkulands, þ. e. úr 31.000,
sem er núverandi tala þeirra, upp í 274.000, þegar komið verður
fram á árið 1980. Þörf mun verða fyrir geysilegan fjölda nýrra
prófessora til þess að fræða þennan mikla fjölda, eða samtals
7.000 prófessora frá öðrum heimsálfum og 14.000 afríska prófessora
næstu 20 árin.
— Unesco Courier.
Zenó lét hýða þræl, sem uppvís varð að stuldi. Þrællinn afsak-
aði sig með því, að það hefðu verið forlög sín að stela. „Og líka
að vera hýddur," sagði Zenó.