Úrval - 01.05.1963, Síða 82
90
Ú R VA L
stór landsvæði verið ísiaus,
einkum efri hluti fjalla, þótt
láglendið væri hulið is.
Eitt hið stærsta íslausa svæði
á þessum tima mun haí'a verið
fjallabálkurinn milli Skagafjarð-
ar og Skjálfanda, oft kallaður
Eyjafjárðarsvæðið. Loftslag hef-
ur, að öllum likindum, verið
mun þurrara þar en sunnan-
iands, e. t. v. svipað og nú er
norðarlega á Grænlandi. önnur
islitil svæði eru talin hafa verið
á Austfjörðum, Vestfjörðum og'
við Hvalfjörð. Á þessum svæð-
um hafa harðgerar plöntur get-
að lifað af síðasta ísaldarskeið-
ið, og dreifzt út um landið þeg-
ar hlýnaði á ný.
Menn geta hugsað sér til sam-
anburðar, Esjufjöil, sem standa
upp úr sunnanverðum Vatna-
jökli, umkrýnd ís. Þar vaxa
nokkrar tegundir blómjurta þótt
kalt sé og næðingssamt. Jökull-
inn endurvarpar mikiili sólar-
birtu og mun það koma gróðr-
inum að miklu gagni.
En víðasí hvar hefur landið
verið heldur eyðilegt yfir að líta
í lok jökultímans, Sandur, leir,
ísnúnar klappir. Svipur lands-
ins var stórskorinn og harður,
þegar isöldinni létti fyrir um 10
þúsund árum.
Aldirnar liðu. Gróðurlitur tók
smám sarnan að færast yfir land-
ið á ný. Mosi og skófir breidd-
ust fljótlega út, grastoppar harð-
gerðra jurta tóku að sjást miili
steina. Gróðurinn breiddist út
frá íslausu svæðunum fyrr-
nefndu. Gró og fræ hafa einnig
borizt frá öðrum löndum með
vindi, hafstraumum, fuglum, og
með jarðvegstorfum á ís. Margt
er ennþá á huldu i þeim efnum
og mikið um það deilt, meðal
annars á „ísaldarráðstefnu"
náttúrufræðinga i Reykjavík í
sumar sem Ieið. Geta víðtækar
frjógreiningar líklega stuðlað
mest að lausn þessa forvitnilega
deiiuefnis.
Frjókorn varðveitast oft und-
arlega vel i jörðu, jafnvel þús-
undir ára, t. d. i svarðarmýr-
um. Er hægt að ákvarða fjöl-
mörg þeirra til tegunda með
smásjárrannsókn. Hefur Þorleif-
ur Einarsson jarðfræðingur
unnið að þvi mikla verltefni
mest ísiendinga.
Deilt er um, hve víðtæk síð-
asta ísöld hafi verið, og iivaða
jurtategundir og hvað margar
hafi lifað hana af á íslandi, í
Noregi o. fi. löndum. Hefur t. d.
Steindór Steindórsson grasa-
fræðingur nýlega skrifað á ensku
bók um aldur og innflutning ís-
lenzkra blómjurta (og áður út-
drátt í Ársriti Ræktunarfélags
Norðurlands).
Þegar landnámsmenn ltomu
hingað fyrir nær 11 öldum, var