Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 84
92
ÚR VAL
þjóðin sjálf. Eitthvað hefur lík-
lega slæözt til landsins af jurt-
um allar aldir íslandsbyggðar,
og sumar gerzt langærar í gróð-
urríki landsins.
En yfirgefum nú hlaSvarpann
og göngum út á túnið. Þar ráða
grastegundir ríkjum. Á gömlu
túnunum eru algengustu tegund-
irnar vallarsveifgras, túnvingull,
lingresi og snarrótarpuntur, og
þær eru sennilega gamlar i land-
inu, a. m. k. sumir stofnar þeirra
eldri en landnámið. Þessar teg-
undir eru líka algengar út um
hlíðar, h'olt og móa. Miklu minna
hefur borið á þeim meSan skóg-
ur klæddi landið. í nýrækt vaxa
aðallega erlendir stofnar áður-
nefndra tegunda, og auk þess
alerlendar tegundir, einltum há-
liðagras, vallarfaxgras og sand-
fax. Þannig geta vaxið á sama
túni afkomendur tegunda, sem
að likindum eru ævagamlar í
landinu og hafa e. t. v. hjarað af
siðustu ísöld — og við hliðina
á þeim erlendar tegundir, flutt-
ar inn fyrir fáum árum eða
kannski í fyrra.
Grasfræið hefur lengi komið
frá Noregi, Danmörku og Finn-
landi. Sandfax frá Bandarikjun-
um. E. t. v. eitthvað frá Kanada
á stríðsárunum.
Mikið af slæðingum berst inn
með hænsnafóffri. Það kom fyrr-
um aðallega frá Danmörku, en
nú í mörg ár frá Bandaríkjun-
um, einkum Miðríkjunum.
Jurtir slæöast stöðugt til
landsins, þ. e. berast af tilvilj-
un að kalla. Miklu meira en fyrr
með grasfræi, hænsnafóðri og
Öðrum varningi, vegna liinna
öru samgangna. Þannig lcoma
margar tegundir árlega. í sáð-
sléttum og í grennd hænsnabúa
sjást á hverju ári ýmis erlend
krossblóm, t. d. akurkál, arfa-
næpa, mustarður, desurt o. fl.
Ennfremur bókhveiti, hélubrá,
korntegundir, akurarfi, freyju-
brá, tvítönn og margt fleira. Hef-
ur sumt náð fótfestu, en margt
er aðeins sumarslæðingar, sem
deyja út á haustin, en berast
margir hverjir inn aftur næsta
vor. Ennfremur er margt sjald-
gæfra slæðingsjurta, sem berast
hingað sjaldan og á fáa staði.
Flest eru þetta einærar jurtir.
Ég skal nefna nokkur dæmi um
„áskókn“ slæðinganna til ís-
lands.
Haustið 1948 fundust 11 teg-
undir erlendra slæðinga við fisk-
verkunarstöðina Dverg i Reykja-
vik og sumarið 1950 höfðu 6
bætzt við. Þarna liafði lika ver-
ið geymd „eikin hans Áka“. 12.
okt. 1959 leit ég eftir slæðingum
við flugvöllinn í Reykjavík og
fann 20 tegundir, sumar sjald-
gæfar. Viff Reykjaland í Mos-
fellssveit voru herbúðir miklar