Úrval - 01.05.1963, Page 91
VERKSUMMERKl ÍSALDARINNAR
99
af Lake Agassiz eru Winnipeg-
vatnið og mýrarnar og minni vötn
en það er auðvelt að þelckja hinn
farna beð þess. Þegar vatnið
liuldi yfirborðið, sökk sandurinn
og leðjan, sem vindar og vatn
fluttu með sér, ár eftir ár og
öld eftir öld, unz vatnsbotninn
var þakinn margra feta þykku
lagi, sem huldi allar ójöfnur.
Þegar vatnið fór svo að lokum,
kom í ljós pallslétt flatneskja,
sviplaus og tilbreytingarlítil að
margra dómi, en óskareitur bænd-
anna, sem rækta hinn djiipa og
frjósama jarðveg hennar.
Næstum öll hin stóru spendýr
ísaldarinnar, s. s. hinn ullaði
mammútur, hafa dáið út. Þó er
Kodiak-björninn í Alaska enn til.
Eitt undarlegasta dýrið frá þess-
um liðnu tímum er Hvítfjalla-
fiðrildið (the White Mountain
butterfly) sem einungis getur
lifað í iköldu loftslagi. Skordýr-
ið flutti sig suður á undan skrið-
jöklinum og fylgdi ísnum aftur
norður, þegar hann bráðnaði. í
dag lifir fiðrildið á Labrador og
á tveimur stöðum í Bandaríkjun-
um: í hinum köldu hlíðum Mount
Washington, sem er hæsta fjall
Nýja Englands, og á fjalli í Coto-
rado.
Úr því að ísaldarjarðmyndan-
ir hafa orðið fjórum sinnum á
norðurhveli jarðar á siðari tím-
um, hlýtur sú spurning að vakna,
hvort búast megi við þeirri
fimmtu. Svarið virðist vera ját-
andi. Samkvæmt nýrri vísinda-
legri kenningu getur næsta ísöld
verið á næstu grösum.
Byrjunin mun ekki verða snögg
og augljós. Snjókoma vetrarins
mun aukast, þannig að við lok
sumarsins, verður snjór enn eft-
ir á freðmýrarsvæðum Norður-
Kanada. Næsta haust verður
snjórinn svo litlu meiri og dýpri,
þegar frostin byrja. Aðeins fáir
Eskimóar og vísindamenn niunu
veita því athygli.
»»««
Jöklar á undanhaldi.
Franz Joseph-jökullinn á suðureyju Nýja Sjálands hörfaði
undan um 300 fet á árinu 1960—61 samkvæmt mælingum Jarð-
mælingastofnunar Nýja Sjálands. Síðasta áratuginn hefur hetta
mikla „ísfljót" hörfað undan allt að 3500 fetum samtals. Undan-
hald þessa jökuls og hins nálæga Refajökuls má rekja til minni
úrkomu og snjókomu á þessu tímibili.
i
\