Úrval - 01.05.1963, Side 93
BARÁTTAN VIÐ HUNGRIÐ
101
inn betri hrísgrjónategundir og
nota Níl til að vökva þúsundir
eyðimerkurekra. Ceylon er að
breyta 12.000 fermílna auðn í
frjósamt raek.tarland. 1 Cambodia,
þar sem protein-skortur hefur
háð landsmönnum, hefur eggja-
framleiðsla aukizt um 50% með
betri fóðrun og eldi kjúklinga.
í Grikklandi og Sýrlandi hefur
fengizt óvænt magn af vatni úr
nýjum brunnum og nýlega fundn-
um neðanjarðjar-lindum. Brasi-
lískir bændur stefna óðfluga að
því að fá fimm sinnum meira
gras af beitilöndum sinum og fer-
faldar afurðir af kúm sínum. í
Sýrlandi, íraq, íran og öðrum
Mið-Austurlöndum stækka sífellt
Iiygg- og hveitiekrur, þar sem
jörðin var áður talin of ófrjó
til ræktunar.
Þáði eru matvæla- og landbún-
aðar-sérfræðingar FAOs sem hafa
átt mestan þátt i þessum miklu
framförum. FAO hefur safnað
þessum 1400 sérfræðingum sam-
an frá mörgum löndum. Þýz'k.um
fiskimönnum, indverskum hris-
grjónayrkjendum, efnafræðing-
um, heilsufræðingum og verk-
fræðingum.
„Við höifum aðallega verklagið
fólk,“ segir dr. Binay Bajan Sen,
frá Indlandi, hinn 64 ára gandi
framkvæmdastjóri stofnunarinn-
ar. „Það getur unnið og leiðbeint
með sínum eigin höndum.“
Dr. Kreuzcr og hinn dásam-
legi niðursoðni fiskur hans gefa
gott fordæmi. Fyrir þremur ár-
um leitaði stjórnin í Túnis til
FAO rneði brýnt vandamál, sem
er táknrænt fyrir mörg' önnur,
sem stofnunin hefur sífellt til
meðiferðar. Túnisbúar, sem treyst
höfðu á Frakkland sem markað
fyrir sardínur sinar, ákváðu að
reyna að selja meira af þessum
fis'k.i á innlendum markaði.
Dr. Sen sendi eftir dr. Rudolf
Kreuzer, starfsmanni við hina
frægu stofnun í Hamborg (The
Institute for Fish Processing).
Dr. Kreuzer komst að raun um
að íbúarnir á hinni mjóu strand-
lengju Túnis, borðuðu nýjan fisk,
kjöt, ávexti, grænmeti — yfirleitt
hollt fæði. En lengra inni í land-
inu var aðalfæða margra brauð
og döðlur, og afleiðingin var blóð^-
leysi, hálskirtlabólga og bein-
kröm.
Dr. Kreuzer komst að þeirri
niðurstöðu, að ómögulegt yrði að
flytja nýjan fisk óskemmdan í
jafn miklum hita, inn í landið, á
ösnum og úlföldum (einu flutn-
ingatækin víðast í landinu). —
Hugmynd hans var því sú, að
flytja kryddaðan, niðursoðinn
fisk inn í landið og stuðla með
þvi að bættu hcilsufari lands-
manna.
Með aðstoð þriggja innfæddra
kvenna gerði dr. Kreuzer