Úrval - 01.05.1963, Qupperneq 94
102
Ú R VA L
allskonar tilraunir nieð sardín-
ur — soðnar, saltaðar, kryddaðar
með alls konar arabisku kryddi.
Innlendur kviðdómur dæmdi
árangur hverrar tilraimar: —-
„Hræðilegt,“ var hinn óumbreyt-
anlegi úrskurður. En dag nokk-
urn brá dr. Kreuzer sér inn í
arabiskan matsölustað í Tunis og
pantaði fiskrétt. Þegar hann
stakk fyrsta munnbitanum upp
i sig, var eíns og það hefði verið
logandi eldur, þvi svo mjög var
maturinn kryddaður. „Þá gerði
ég mér fyrst grein fyrir hinum
heimskulegu mistökum mínum,“
segir hann. „Ég hélt að ég hefði
verið að innleiða fiskverkun og
fiskvinnslu við hæfi Araba, en
svo var ekki. Þegar við settum
fleiri skeiðar af kryddberjadufti
saman við fiskinn næst, fylltust
kviðdómendurnir hrifningu.“
Erindrekar frá FAO ferðast til
sumra afskekktustu heimshluta.
Wilhelm Schulthess, svissneskur
mjólkurbílstjóri, var sendur til
Nepal, samkvæmt beiðni, til að
kenna hirðingjum í Himalaya, á
landamærum Tibet, að búa til
smjör og ost handa láglending-
unum. Beitilöndin 'voru í 15000
feta hæð og þangað varð hann
að flytja á liryggjum burðar-
manna skilvindu sína, strokk og
ostapressu. Innan fjögurra ára
var mjólkurvinnsla þessarra hirð-
ingja komin á liátt stig'. Ostar
þeirra seldust vel í Katmandu,
höfuðborg Nepals og mjólkurbú-
unum fjölgaði stöðugt meðal há-
fjallabúanna.
Annar FAO-erindreki var skóg-
ræk.tarfræðingurinn Jim McVeigh
frá St. Helens, Lancashire. í Gal
Oya á Norður-Ceylon hafði hann
umsjón með byggingu sögunar-
myllna, trésmíðaverkstæða, timb-
urgeymslna og stjórnaði timbur-
iðnaði til þess að skapa atvinnu
handa 25.000 fjölskyldum, sem
flutzt höfðu frá hinum ofbyggða
suð^-vestur hluta eyjarinnar. A
þessu svæði, sem áður var þéttur
skógur, voru landnámsmennirnir
brátt farnir að framleiða húsgöign,
báta, jarðyrkjutæki og vagna fyrir
2,5 milljónir rupees (indverskur
silfurpeningur) á ári.
„í niörgum tilfellum," segir dr.
Sen, „verðum við að sigrast á,
ekki aðeins þrjózku náttúrunnar
sjálfrar, heldur og líka fáfræði,
hindurvitnum og aldagömlum
venjum og siðum landsmanna.
Á vesturströnd Afriku er ung-
frú Jean Steckle frá Kanada að
sýna, hvernig hægt sé að sigrast
á fornum, rótgrónum venjum.
Síðastliðin nokkur ár liefur
barnadauði innan 6 ára verið
ískyggilega mikill í Ghana og
Sierra Leone. Þegar stjórnir þess-
arra ríkja báðust hjálpar var ung-
frú Steckle send á vegum FAO. Á
umræddum stöðum fann hún