Úrval - 01.05.1963, Qupperneq 100
108
ÚR VAL
í nánd og grafinn liafSi verið
þeim til verndar. Þar ýtti Boots
á handfangiS, sem kom spreng-
ingunni af stað.
ÞaS heyrðist skyndilega, liolt
hljóð, sem var aðeins örlítið
hærra en öskur eldsins, og það
var sem svörtu gluggatjaldi væri
rennt upp eftir, er reykurinn
hirgði appelsínugulu og rauðu
eldtungurnar. Nú vék svarti lit-
urinn fyrir gráum og hvítum
lit, og nú mátti greina hvellan,
ýlfrandi hávaða i stað þrumu-
gnýsins. Síðan ýrði olíunni yfir
allt. Klukkan 9.30. Eldurinn
liafði verið kæfður.
En við slik slökkvistörf er
slíkt aðeins litiil hluti alls starfs-
ins i heild. Erfiðasta viðfangs-
efnið var eftir, þ. e. að koma
öryggishettunni fyrir ofan á
opi olíulindarinnar. Til þess
þurfti að saga i sundur hina 13
þumlunga víðu pípu lindarinn-
ar og koma þar fyrir öryggis-
lokaútbúnaði, þótt um væri að
ræða ofsaþrýsting að neðan, er
nam um 3.000 pundum á hvern
ferþumlung. Nú kom til kasta
hinnar risavöxnu „öryggis-
hettu“. Hún átti að breyta stefnu
gassins og beina því inn i 12000
feta lárétta pípu, er var kross-
mynduð. Síðan skyldi kveikja í
gasinu við bæði op hennar. Þeg-
ar það væri búið og farið væri
að loga þar, mátti telja, að búið
væri að ná fullum völdum yfir
oliulindinni. (Hér er um að
ræða svipað fyrirbrigði og gas-
eldavélina, sem er aðeins hættu-
leg, þegar hellurnar eru opnar
og ekki er kveikt undir þeim).
Þetta var hættulegasti þáttur
starfsins, vegna þess að Red og
félagar hans þurftu að vinna i
raunverulegu skýi af gasi, sem
var svo ofboðslega eldfimt, að
í því gat kvilcnað á hverri
stundu, og myndu þeir þá
brenna lifandi á svipstundu.
Eldurinn var slökktur á laug-
ardagsmorgni. Nú tóku „vatns-
byssurnar“ að beina stöðugum
vatnsflaumi að lindinni til þess
að kæla hana. Á mánudaginn
ætlaði Red að taka ákvörðun
um, hvort tími væri kominn ti!
þess að setja öryggishettuna yfir
hana.
Texasbúar kölluðu þennan
oliubruna „Ófreskjuna". Upp-
tökin höfðu verið þau, að þann
3. nóvember 1961, kviknaði i
gasi, sem kom mílu vegar að
neðan, myndaðist sprenging, og
gassúlan spúði upp 52.000
pundum af 4% þumlunga stál-
borröri. Hún spúði því jafn
léttilega frá sér og maður, sem
spýtir út úr sér sveskjusteinum.
Þegar slíkt kemur fyrir, kalla
olíufélögin alltaf á Red Adair.