Úrval - 01.05.1963, Side 101
EINVÍGI VIÐ LOGANDI OLÍULINDIR
109
Hann er fæddur í Houston,
sonur járnsmiðs. Red vann við
ýmiss konar störf á unga aldri,
þar á meðal var liann aðstoðar-
| maður Myrons Kinleys, sem var
brautryðjandi á sviði bruna-
varna olíulinda. Aðstoðaði hann
Kinley eitt sinn við að slökkva
eld i oliulind nokkurri. Eftir
það misstu öll önnur störf
ljóma sinn i augum hans. Það
var ekki aðeins um það að ræða,
að slökkvistörfin á oliusvæðun-
um væru meira æsandi, heldur
voru þau einig betur greidd en
önnur störf. Red stofnsetti þvi
sitt eigið fyrirtæki, þegar Kinley
hætti störfum árið 1959.
Red fékk simahringinguna
utan úr Saharaeyðimörkinni
klukkan 3 að morgni. Hann
ætlaði að leggja af stað til Mexi-
kó þann dag til þess að „drepa
eld“, eins og garpar þessir orða
það, og því sendi hann þá Boots
og Coots til Gassi Toul með
fyrstu flugvél. Frá 6.—13. nóv.
stjórnaði Coots dælingunni, þeg-
ar dælt var „leðju olíubor-
manna“, en það er vatn blandað
blýoxýði eða barium silicate, en
vegna þyngdar efnis þessa og
þéttleika getur það oft hamlað
gegn uppþrýstingi olíulindar,
sem brotizt hefur úr fjötrum.
Þá gerðist það. Um hádegi var
Coots nýkominn niður úr olíu-
borturninum og var að ganga í
áttina til bifreiðar sinnar, þeg-
ar honum fannst sem þruma
hitti hann beint í hakið. Hann
sneri sér við. í olíuborturnin-
um miðjum hafði mátt sjá gas-
súlu, sem líklega hafði myndazt
vegna rafmagns, sem myndast
vegna hins stöðuga sandblásturs
i eyðimörkinni.
Þarna hafði örugglega skap-
azt starf fyrir sjálfan húsbónd-
ann. Red Astair, sem starað
liafði á margar ófreskjur um
ævina, var jafnvel dálítið lotn-
ingarfullur, er hann skynjaði
kyngikraft eldhafsins i Gassi
Touil. Það var ekki' sérstaklega
uppörvandi að virða fyrir sér
leifarnar af hinum sjö hæða háa
borturni, — G00 tonn af undn-
um, brunnum, furðulegum málm-
bútum.
„Fyrst verðum við að hreinsa
burt leifar borturnsins," sagði
Red. „Svo þurfum við að fá heil
ókjör af vatni.“ Eftir að hafa
hripað niður pöntun á útbún-
aði þeim, sem hann þarfnaðist,
hélt hann á brott og lét Coots um
að sjá um framkvæmdina i smá-
atriðum.
Verðmæti oliulindanna í
Gassi Touil er metið á meira en
350 milljónir sterlingspundu.
Þarna höfðu aðeins hafzt við
30 menn, sem unnu að borun
eftir olíu. Nú myndaðist þarna
smáþorp með 250 íbúum. Leif-