Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 102
110
Ú R VA L
arnar af borturninum voru
dregnar burt með risavöxnum,
vatnskældum krökum og risa-
vaxinni „hrífu“. Borað var eft-
ir vatni, og fannst það á hálfr-
ar milu dýpi. Siðan voru lagðar
víðar leiðslur, sem lágu að þrem
vatnsgeymum, sem voru 100 fet
í þvermál. Á næsta flugvelli tóku
nú að lenda flugvélar dag hvern,
er komu fljúgandi með alls kyns
tæki fi’á Bandaríkjunum, Bret-
landi og Þýzkalandi. Síðan
þurfti að flytja öll þessi tæki á
vörubifreiðum 100 milna leið til
Gassi Touil, dælur, málmpipur,
dráttarvélar og jarðýtur.
Bed kom aftur síðari hluta
aprílmánaðar. Hann hafði aldrei
efazt um hæfni sína til þess að
„drepa bál þetta“, en upp voru
stöðugt að koma smáeldar um-
hverfis aðaleldinn, og hann
hafði miklar áhyggjur af því,
að ef til vill væri um einhvers
konar leka að ræða. Öryggisút-
búnaðurinn, sem setja átti ofan
á oliulindaropið, myndi ekki
verða starfhæfur, ef pípan niðri
fyrir væri ekki alveg held.
Föstúdaginn áður en gera átti
tilraun til þess að „drepa
ófreskjuna“, sagði Red við mig:
„Þetta lítur fjandi illa út. Það
eru þúsund á móti einum gegn
því, að nokkurt gagn sé í þess-
ari pipu.“ En næsta mánudag eft-
ir að bálið hafði verið slökkt,
komst Red í sólskinsskap, þar
eð þá var öruggt, að pípan væri
i góðu lagi.
í tvo daga unnu menn að því
að saga í sundur pipuna, sem
lá að neðan. Var það gert rétt
þar sem hún kom upp úr jörð-
inni. Til þess var notaður geysi-
mikill útbúnaður. Einu sinni
feikti krafturinn af jarðgasinu
hjálmunum af höfðum mann-
anna og þeytti þeim hátt í loft
upp. Stundum rífur þrýstingur-
inn skyrtuna af baki manns,“
sagði Red glottandi. „Þess
vegna erum við i samfestingum.“
Þegar búið var að saga ofan
af pípunni, var 13% þumlunga
„flibba“ komið fyrir umhverfis
opið, og íjórir menn festu hann
á með skrúfum. Til þess notuðu
þeir hamra og skiptilykla úr
látúni, þar eð minni líkur eru
til þess, að gneistar myndist, ef
slík tæki eru úr látúni. Red gaf
merki. „Nú skulum við koma
„öryggishettunni" fyrir,“ öskr-
aði hann.
Hinni risavöxnu „öryggis-
hettu“ var nú mjakað að opinu.
Hún var átta tonn að þyngd. Nú
var komið að hættulegasta
augnablikinu. Venjulega myndi
svona þungt tæki vera hreyft
með hjálp krana, en alls kyns
vélaútbúnaður, sem kynni að
framkalla gneista, var allt of
hættulegur til þess að hann