Úrval - 01.05.1963, Side 103
EINVÍGI Vlfí LOGANDI OLÍULINDIR
111
mætti nota nálægt opinu. „Ör-
yggishettan“ var því dregin að
opinu af tuttugu mönnum, er
brugðið höfðu köðlum um hana.
Þegar hettan lagðist yfir opið,
hætti gasið að þeytast beint upp
í loftið, en tók nú að þeytast
nokkurn veginn lárétt út til
hliðanna allt að 200 metrum út
frá opinu hinginn í kring. Það
þéttist tafarlaust, og mennirnir
urðu gegnvotir af olíu, sem var
enn eldfimari en benzín, sem!
notað er í bifreiðir. Red, Boots
og Coots unnu í þrjár klukku-
stundir við að festa skrúfur og
ganga rækilega frá hettunni.
Hinn minnsti gneisti hefði breytt
þeim í logandi blys.
Og þá var því lokið. Eldar
voru kveiktir sinn hvorum meg-
in við enda láréttu krosspíp-
unnar. Mesta olíubál mannkyns-
sögunnar hafði verið slökkt.
Þúsundir manna læra ný vinnubrögð.
í marz-mánuði sl. samþykkti Bandaríkjaþing lög um endur-
þjálfun atvinnulausra verkamanna, til þess að þeim veittist auð-
veldara að fá nýja vinnu.
Fé var þó ekki fyrir hendi til að framkvæma lögin fyrr en í
ágústmánuði síðast liðnum, en þá voru stofnaðar fyrstu endur-
þjálfunarstöðvarnar. Þegar komið var fram í miðjan nóvember-
mánuð, var svo komið, að 10.000 menn voru í þjálfun á ýmsum
stöðum í landinu, og atvinnumálaráðuneytið í Washington hafði
samþykkt 130 nýjar Þjálfunarstöðvar, sem ættu nú flestar að
vera teknar til starfa, en gert var ráð fyrir, að þær mundu taka
8000 manns til þjálfunar i fyrstu lotu. Þjálfunarstöðvar eru þegar
teknar til starfa eða í undirbúningi i 39 af 50 fylkjum landsins,
og menn geta lært 83 mismunandi störf og iðnir, allt frá ýmis-
konar málmvinnslu til heilsugæzlustarfa.
1 lok nóvembermánaðar höfðu fyrstu 283 mennirnir verið út-
skrifaðir að lokinni tilsögn og þjálfun i nýjum störfum, og höfðu
253 þeirra þegar fengið vinnu við sitt hæfi fáeinum dögum eftir
að þeir höfðu lokið þjálfun. Flestir höfðu lært að fara með ýmsar
vinnuvélar.