Úrval - 01.05.1963, Side 105
PETUR PELIKANI
„Farið' með hann til Theodoros-
ar.“
Theodoros Kyrandonis, þrelk-
legur bátsmaður með þykkt efri-
vararskegg og ræmdur fyrir
frækilega framgöngu i síðasta
stríði, er mikill aðdáandi allra
dýra. Um þetta leyti hafði hann
hjá sér í tveggja herbergja íbúð-
inni sinni marga fugla og sels-
kóp, sem þurfti hjúkrunar við.
Theodoros taldi ekki eltir sér að
bæta pelikananum í hóp skjól-
stæðinga sinna. Hann nefndi
hann Petros, til heiðurs lietju
eyjarinnar, Petros Dracopoulos,
sem Þjóðverjar höfðu tekið af
lífi.
Petros varð brátt eftirlæti allra,
feitur og pattaralegur. Innan tíð-
ar tóku eyjaskeggjar að líta á
hann sem eins konar verndar-
grip. Kannski — sögðu þeir —
iiafði nú guðinn Apollo hirt aðra
véfrétt, eftir svo margar aldir —
að Mykonos myndi blómgast og
dafna svo lengi sem liún hefði
Petros . . .
Eitt vor, þegar ferðatími fugl-
anna stóð sem hæst, hvarf Petros.
Áhyggjufullum fyrirspurnum var
útvarpað til annarra eyja. Brátt
fengu Mykonos-búar svar, sem
gladdi þá í fyrstu: Petros var
heill á húfi á Tinos. En svo
breyttist gleði þeirra í reiði, þvi
að Tinos neitaði algerlega að af-
11S
henda fuglinn. Og nú hófst iiið
svonefnda Pelikan-stríð'.
Að lokum skutu Mykonosbúar
máli sínu til amtmannsins á
Cyclodes-eyjum, sem hefur dóms-
vald yfir bæði Mykonos og Tinos.
I-Ians hátign hlýddi á ákafar deil-
ur beggja aðila og rökfærslur
þeirra.
Plelztu röksemdir Tinos-búa
voru þessar: „Þetta er enginn
taminn fugl, heldur villtur
flökkufugl, frjáls að fara livert
sem hann vill sjálfur. Það er
augljóst, að honum hefur ekki
líkað vistin á Mykonos, af ástæð-
um, sem við erum of kurteisir að
nefna, og því komið af frjáls-
um vilja til okkar, í leit að hæli.“
En Mykonos-búar svöruðu:
„Hvilík fjarstæða. Við björguðum
Petros, ólum hann, önnuðumst
hann eins og okkar eigið barn.
Hann er ungur fugl og áhrifa-
gjarn. Það var aðeins smávægileg
áttaskekkja — eða sennilegar
hvass stormur — sem olli því að
h°nn lenti til Tinos, gegn vilja
sínum. Hann er því óumdeilan-
lega okkar.“
Amtmaðurinn strauk skegg sitl
hugsandi, áður en liann kunn-
gerði úrskurð sinn: „Fuglinn til-
heyrir Mykonos. Segið lögregl-
unni á Tinos að láta hann af
hendi.“
Petros sneri heim aftur við
mikla frægð. Hver einasti Mykon-