Úrval - 01.05.1963, Qupperneq 107
PÉTUB PELIKANI
115
að fullu, var hún aftur send til
Mykonos, til þess eins að rekast
þar á nýjan keppinaut.
Franskt kvikmyndafélag, sem
komið hafði til að gera mynd af
Mykonos og Petros, hafði einnig
haft áhyggjur af' þessurn skorti
Petros á l’amour og verið svo
höfðinglegt að færa honum maka
— Irene að nafni. Spurningin
var: Myndi Petros fremur kjósa
amerískan maka en franskan?
Mykonos-búar ákváðu að bíða og
sjá livað' yrði.
Og þeir bíða enn, en hins veg-
ar hafa óheillavænlegar fréttir
borizt utan xir heimi vísindanna.
Fyrst og fremst — segja sérfræð-
ingarnir — þá maka pelikanar
sig varla nokkurn tíma öðruvisi
en í stórhópum, fjarri manna-
byggðum.
Þar að auki eru þessir þrír
pelikanar ekki sömu tegundar.
Petros sjálfur er Pelecanus ono-
crotatus. Hann er litskrúðugastur.
Stóra nefið hans ljómar í regn-
bogalitum, rauðum, bláum og
gulum. Á fjaðrir hans siær Ijós-
raiiðum litblæ. Omega er Pele-
canus erythrarhynchus („rauð-
nefja“), en sú tegund lifir ein-
ungis í Norður-Ameriku. Enginn
veit með vissu hverrar tegundar
Irene er. Frakkarnir fengu hana
í hollenskum dýragarði, en þang-
að er hún sögð hafa komið frá
Egyptalandi, sem . . .
En samt eru verstu fréttirnar
ósagðar: Það er gersamlega ó-
mögulegt, jafnvel fyrir æfð-an
fuglafræðing, að segja með vissu
hvort einhver sérstakur pelikani
sé karl- eða kvenfugl.
En hvað sem því nú líður, þá
segir Theodoros, að Petros sé
mikju glaðlyndari eftir að hann
fékk þessa félaga. Hafi hann í
fyrstu verið afbrýðissamur, þá
er allt slíkt nú löngu búið að
vera. Þeir reyndust ekki vera
neinir keppinautar. Á eyjunni er
það Petros, sem er pelikaninn.
Hann er gæddur persónuleika.
Hann er húsbóndinn; hann busl-
ar í höfninni, blundar á sand-
ströndinni, spígsporar um hafn-
arbakkann með meðfæddum
myndugleika.
í gamla daga lagði hann stund-
um leið sína inn i kaffihúsin og
sníkti sér mat, eða í kjötbúðirnar
og jafnvel inn á einkaheimili.
Flestum heimilum þótti heiður
að slíkum heimsóknum og töldu
þær góða fyrirboða. Þegar hann
er þyrstur reynir hann að skrúfa
frá hananum á sameiginlegu
vatnsleiðslunni á hafnarbakkan-
um. Honum hefur aldrei tekizt
það, en hann þarf þess heldur
ekki. Hver sem sér Petros reyna
að gera slikt með nefinu, flýtir
sér honum til hjálpar.
Stundum leikur Petros á sinn
klunnalega og spaugilega hátt