Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 110
118
U R V A L
setningu gegn miltisbruna,
hundaæði og fleiri sjúkdómum.
Vitað er, að þegar framandi
lífverur komast í gegnum yfir-
borðsvarnir líkamans inn i
sjálft blóðrásarkerfið, Jiefst
tafarlaus viðureign á milli inn-
rásaraðiljanna (og eiturefna
þeirra) og hinna sérstöku efna,
sem framleidd eru í sogæðakerfi
líkamans. Þessi efni eru kölluð
mótefni og þau hafa þá tilhneig-
ingu, að vilja eyða sýklum eða
gera áhrifin af eitri þessu óvirk.
Heilbrigður lílcami getur fram-
leitt mótefni af ýmsum „gerðum“
„eftir pöntun“ til þess að svara
hinum ýmsu árásum jafnhratt
og vefir geta framleitt hvata.
Um leið og inflúensuveira
kemst inn í likama þinn, setur
hún upp verksmiðju i hálsi þín-
um eða holum i enni eða kinn-
beinum og tekur að auka kyn
sitt af fullum krafti. Líkami
þinn byrjar tafarlaust að fram-
leiða mótefni og senda það á
innrásarstaðinn. Mótefnin í
blóði þinu, sem geta ráðið nið-
urlögum inflúensuveiru, eru
spegilmynd veirunnar, sem
vandræðunum veldur. Öll önn-
ur mótefni blóðs þíns yrðu alveg
gagnslaus gegn inflúensuveir-
unni. flvers vegna? Það var hinn
frægi efnafræðingur, Emil Fisc-
her, sem fyrstur gaf viðhlítandi
skýringu á þessu fyrirbrigði.
Um þetta segir Fischer: „Þeg-
ar þú kemur að læstum dyrum,
hefurðu kannske marga lykla i
vasa þínum, en aðeins einn
þeirra getur opnað hurðina.
Hvers vegna? Vegna þess að
þessi sérstaki lykill hefur þá
lögun, sem er alger hliðstæða
læssins að innan og gerir þér
fært að opna lásinn. Efni það,
sem lykillinn er búinn til úr,
hefur mjög litla eða jafnvel enga
þýðingu fyrir ætlunarverk hans.
Hinn þýðingarmikli eiginleiki er
sjálf lögunin, þvi að annar lyk-
ill, sem er honum svolítið frá-
brugðinn, myndi reynast alveg
gagnslaus.“
Nú er það álitið, að þegar mót-
efni koma á vígvöllinn, þá
vinni hver efnisögn sem hanzki,
sem umlykur sérhverja veiru og
gerir hana óvirka. Mun þessum
efnisögnum þá fljótlega takast
að ráða niðurlögum veiranna,
ef þú hefur nóg af sliku mótefni
i líkama þínum.
Nokkrar tegundir af sýklum
hafa lært að smjúga gegnum
varnir mótefnanna. Eftirtektar-
verðasta tegundin er inflúensu-
veiran. Með nokkurra ára milli-
bili kemur fram ný tegund af
inflúensuveiru, sem hin venju-
lega inflúensumótefni hafa engin
áhrif á. Þegar þetta gerist, geys-
ist nýr inflúensufaraldur yfir
veröldina. Innan fárra ára fá