Úrval - 01.05.1963, Page 113
FAGRIB FIRÐIR í EYÐI
121
SLETTUJÍiæPmi
'•‘T *
L4TD.
HESTtYJ
.GHUKKAVÍKUS-
HiiLTPUR
s *
Öldug'íUtyhð1
NGAV/K
Kortiö sýnir nyrzta hluta Vestfjarðakjálkans, Sléttuhrepp og Grunnavíkurhrepp,
sem nú eru í eyði.
byggð tekin mjög aS þynnast
nyrzt í Strandasýslu.
M. ö. o.: Nyrsti hluti Vestfjarða-
kjálkans, sem áður var eftir á-
stæðum þéttbýll og jafnvel eftir-
sóttur sakir hlunninda, er að
miklu leyti kominn í auðn.
Hvað veldur?
Hvers er að vænta um fram-
tíð þessara fögru stranda og
fjarða?
Grunnavíkurhreppur byrjar við
ísafjarðardjúp i Bjarnarnúp, en
Stranda megin í Geirólfsgnúp.
Þar eru sýslumörk milli Stranda-
og Norður-ísafjarðarsýslna. —
Nyrðri og vestari mörk hrepps-
ins, að Sléttuhreppi, eru í Lás,
fremst á nesinu milli Hesteyrar-
og Veiðileysufjarðar, og síðan
eftir háfjallgarðinum allt í Horn-
bjarg sunnanvert. (Sjá uppdrátt).
t Grunnavík hafa jafnan verið
allmargir bæir og jöfnum hönd-
um stundaður búskapur og sjó-
sókn. Allbreitt og grösugt dal-
verpi liggur inn af víkinni, og úr
því lág heiði, Staðarheiði, inn á
Sveit, eins og komizt er að orði.
Það er ströndin sunnan Jökul-
fjarðanna, fremur lág að sjó,
mýra- og móahjallar, allvel gras-
gefnir, en jarðvegur þó víða
grýttur.