Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 115
FAGRIR FIRÐIR í EYÐI
123
greipar óbliðrar náttúru. Sá, sem
('kki gat barizt vasklega, átti á
engu góðu von. En hinn, sem
þoldi miklar vök.ur, vosbúð og
kulda, gat lifað sæmilega. Fólk
talaði hér sína „vestfirzku“ og
orðavalið var fjölskrúðugt og
kjarnmikið!. í framkomu var það
vingjarnlegt en hæglátt, fléttaði
gjarnan inn í talið atvikum frá
löngu liðnum árum, svo að gest-
inum varð Ijóst, að hraðfleygi
stundarinnar, hið sterka einkenni
þessarar aldar, hafði naumast náð
tökum á hugum manna vestur þar.
Ég gisti hjá Stíg á Horni sum-
arið 1944. Það var síðasta sumar-
ið, sem Stígur var á Horni, og það
var lika síðasta sumarið, sem
jörðin Horn var í byggð.
Stígur sagði, hæglátlega en
skýrlega:
— Það tekur oft seint upp hér
í fjöllunum. Sumarið kemur
stundum seint svona norðarleg'a
á landinu. Og svo eru það þok-
urnar norðan og austan af haf-
inu, sem grúfa hér yfir og spilla
heyskapartíðinni.
Horn er einn af nyrztu bæjum
landsins. Hann er austasti bær-
inn í Sléttuhreppi. Ég hafði spurt
Stíg um búskaparháttu þeirra
Hornstrendinga. Og svo fékk ég
stutta og greinagóða lýsingu af
reytingsengjaheyskap, þar sem
engum nýjum vinnutækjum varð
við komið, og heyið flutt heim
á tveimur til þremur hestum allt
að klukkutíma ferð.
Slíkur heyskapur gengur seint
og mikill sviti og mikið erfiði
fólgið í kýrfóðrinu.
Annars voru búin á Ströndun-
um löngum minni en í Jökulfjörð-
unumj en þótt þar væru medri
landkostir fyrir búrekstur, varð
sízt á allt kosið.
Á Dynjanda í Leirufirði, þar
sem Alexander Einarsson, tengda-
faðir minn, bjó einn þriggja
bænda áratugum saman, voru
slægjur jarðarinnar hvergi nægj-
anlegar handa þeim bústofni, er
hafa þurfti, ef unnt átti að vera
að sjá hinum þremur stóru fjöl-
skyldum sæmilega farborða. Þess
vegna fékk Alexander oft leigðar
slægjur í landi jarðarinnar Kjós-
ar í Hrafnsfirði. Þær voru inni
á svonefndu Leirufjalli, oft þar
sem heitir Engjahjalli. Þar er
fagurt og grasgefið land mót suðri
og nægileg væta í jörð.
Hrossahagar eru lélegir i Jökul-
fjörðum og á Hornströndum, svo
að gera verður ráð fyrir, að brúk-
unarhestar séu þungir á fóðrum
allan veturinn. Fyrir þvi var ekki
unnt að hafa nema fáa á hverj-
um bæ.
Þeir Dynjandamenn fluttu hey-
ið af Engjahjalla fyrst á þremur
til fjórum hestum til sjávar, síð-
an var það tekið á bát og flutt
þannig yfir Leirufjörð, og svo