Úrval - 01.05.1963, Síða 116
124
þurfti að flytja það aftur á hest-
um frá sjó upp til húsa á Dynj-
anda.
Þetta kostaði mikið erfiði og
langa vinnudaga um sláttinn. Það
þurfti að binda vei, og það var
lýjandi að bera allt heyið á skip
og af.
Allir aðflutningar voru næsta
seinlegir.
í Grunnavíkurhreppi hafa allt-
af verið vel og reisulega húsaðir
hæir. Moldarkofar hinna breiðu
byg'gða á N'orður- og Suðurlandi
eru að heita má löngu úr minni
manna. Góðan húsavið var jafn-
an hægt að fá á Hornströndum.
Þegar Einar faðir Alexanders
liugðist reisa nýjan bæ á Dynj-
anda, var timþrið fengið norður
i Barðsvík, en þar hafði Einar
haft fé og nokkrar landsnytjar
um tima. Og húsaviðurinn var
dreginn á sleðum með handafli
yfir fjallgarðinn niður í Lóna-
fjörð, en þaðan í flota með hát að
Dynjanda.
Miklir viðarflutningar voru
yi'ir Skorarheiði, enda hún lótt-
asta leiðin til Jökulfjarða norðan
af Ströndunum.
Aðalverzlunarstaður fólks í
Grunnavikurlireppi var ísafjörð-
ur. Þar var lagður inn fiskur og
húfjárafurðir, og þar var tekin
út matvara og aðrar nauðsynjar.
Þangað sóttu þeir líka í kaup-
ÚRVAL
stað, er heima áttu á Stranda-
bæjunum.
Það var löng lcið.
Ef farið var t. d. i kaupstað
fyrir jól úr Jökulfjörðum, mátti
alltaf búast við, að stórviðri
hamlaði heimkomu, svo að bænd-
ur urðu stundum veðurtepptir á
ísafirðd dagum saman.
Erfiðari för áttu þó Stranda-
menn í vændum. Um sjóferð
vestur fyrir var naumast að ræða.
Þeir urðu því að fara fótgang-
andi yfir Skorarheiði og vit á hæ-
ina i Jökulfjörðum og taka þaðan
bát til ísafjarðar. Stundum munu
þeir hafa haft bát í Hrafnsfirði
innst. Þeir áttu því ekki aðeins
á liættu að verða veðurtepptir
á ísafirði, heldur líka á bæjunum
í Jöhulfjörðum, þar sem þeir
jafnan gistu. Þótt þeir hrepptu
góða ferð og veður, tók kaup-
staðarferðin alltaf marga daga.
Læknir Grunnvíkinga og Sléttu-
hreppsmanna var jafnan á Hest-
eyri, meðan þar var hyggt ból og
þangað fékkst nokkur læknir.
Ferðin þangað var löng og erfið
fyrir Strandamenn.
En þessar byggðir höfðu líka
marga kosti.
I björgunum var fugl og egg.
Og farnar voru bjargferðir víðs
vegar að á vorin á Hornbjarg og
Hælavíkurbjarg. Rekinn á Strönd-
um var mikið húsílag, einkum á
árunum fyrir stríðið, en þá rak