Úrval - 01.05.1963, Side 117
FAGRIR FIRÐIR í EYÐI
125-
meira og betra timbur en nokkru
sinni. Víða var þarna stutt á niið,
meðan fislc var að fá á grunn-
miðum, útræði jafnan mikið og
oft farið i ver til þeirra staða,
þar skemmst var og bezt til miða.
En slíkri sjósókn á smábátum
fylgdi mikið vos og lítill svefn.
Yfirleitt gat fólkið lifað góðu
iífi .En það var líf annarrar ald-
ar, líf, sem ekki varð borið sam-
an við líf fólks á Suðurlandsund-
irlendi eða í Borgarfirði. Og ef
maður hafði hug á að sækja sjó,
hví þá ekki að fá sér stóran bát
og gera hann út frá einhverri út-
gerðarstöðinni? Sá guli er jafn-
góður alls staðar.
Þegar um er að ræða þjóðfé-
lagsleg efni, liggur vandinn alltaf
í því að meta hinn sálfræðilega
þátt. Þetta, hvernig maðurinn
hagar sér, hvað hann þráir og
hvað hann vill forðast, virðist
vera óútreiknanlegt af þeirri ein-
földu ástæðu, að hann er sjálfur
sífellt að breytast.
í Ijósi þess, sem gerzt hefur
annars staðar, er samt tiltölulega
auðvelt að skilja, iivers vegna
Sléttuhreppur og Grunnavikur-
hreppur hafa lagzt í eyði. Sömu
tithneigingarinnar gætir víðast á
landinu. Fólk flyzt þangað, sem
hið há-nýtízkulega mannlif er að
finna. Sama saga hefur endur-
tekið sig í mörgum löndum.
Það er ekiki fyrst og fremst um
það að ræða, að menu sækist eftir
mikhim tekjum, heldur miklum
tekjum við ákveðin skilyrði, sem
þykja sjálfsögð og þá ein mann-
sæmandi.
Margur bóndinn hefur farið frá
búi í sveitinni til þess að kaupa
sér litla íbúð í Reykjavík fyrir
allar eigur sínar, og býr þar svo
við lægri tekjur hlutfallslega en
heima.
Þegar á allt er litið: afkomu-
öryggið, fyrirhöfnina fyrir lífinu,
samskiptin við annað fólk, til-
finninguna fyrir því að lifa í auð-
veldu sálufélagi við aðra —- dugar
hin karlmannlega lífsbarátta og
góð tekjuvon á hlunnindajörðum
livergi nærri til að jafnast á við
lífið í þéttbýlinu.
Hornstrandir og Jökulfirðir
voru svo afskekkt byggðarlög, að
þau þoldu eleki hina almennu til-
hneigingu á kreppuárunum og
síðar til brottflutnings úr dreif-
býlinu. Þeir sem eftir urðu,
reyndust of fáir og of einmana.
Tilfinningin fyrir því að búa í
mannlegu samfélagi hvarf og þeir
urðu sem útlagar á eigin landi.
Samlyndi hefur alltaf verið
gott vestur þar, og hér syðra
halda þeir vel hópinn. í samræmi
við það fluttu seinustu íbúarnir
i hóp úr Sléttuhreppi 1952, og nú
flytja þeir í hóp frá Grunnavík
réttum áratug síðar.
Það er ástæðulaust að harma